Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 481. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 769  —  481. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um umferð á stofnbrautum.

Frá Jóni Gunnarssyni.



     1.      Hve mikil umferð er nú á Reykjanesbraut við Fífuhvammsveg í Kópavogi annars vegar og við Kauptún í Garðabæ hins vegar (fjöldi bíla á sekúndu)?
     2.      Hve mikið mun umferð á Reykjanesbraut aukast:
                  a.      við uppbyggingu atvinnusvæðis á landi Gusts í Kópavogi,
                  b.      við uppbyggingu atvinnusvæðis í Kauptúni í Garðabæ,
                  c.      við væntanlega íbúðarbyggð í Urriðakotslandi,
                  d.      við uppbyggingu íþrótta- og atvinnusvæðis við Vetrarmýri í Garðabæ,
                  e.      við uppbyggingu íbúðar- og atvinnusvæðis á Völlum í Hafnarfirði á árunum 2005– 2010?
     3.      Hvaða ár er áætlað að nauðsynlegt verði að þrefalda Reykjanesbraut vegna aukinnar umferðar?
     4.      Hvenær er áætlað að hefja framkvæmdir við svokallaðan Hlíðarfót í ljósi fyrirhugaðrar uppbyggingar í Vatnsmýri og hvar er áætluð tenging hans inn á stofnbrautakerfið í Kópavogi?


Skriflegt svar óskast.