Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 490. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 782  —  490. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um lengingu flugbrautar á Bíldudal.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hvað er flugbrautin á Bíldudal löng og hver er afkastageta vallarins við núverandi aðstæður?
     2.      Liggja fyrir áform um lengingu flugbrautarinnar?
     3.      Hvað mundi kosta að lengja flugbrautina um 250–300 metra og eru einhverjar tæknilegar hindranir fyrir því?
     4.      Hvaða áhrif hefði lengingin á afkastagetu og þjónustustig flugvallarins?
     5.      Hvaða áhrif gæti lenging brautarinnar haft fyrir aukna ferðamennsku og sjóstangveiði vestra og útflutning sjávarfangs þaðan?
     6.      Kæmi til greina að lenging flugbrautarinnar yrði sértæk flýtiaðgerð til að skjóta styrkari stoðum undir samgöngur og auka samkeppnishæfni þjónustu og atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum?