Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 502. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 797  —  502. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um tónlistarnám á framhaldsskólastigi.

Frá Bjarna Harðarsyni.



     1.      Hvað réttlætir það fyrirkomulag tónlistarnáms á framhaldsskólastigi sem veldur því að fjölmargir nemendur verða af tónlistarnámi, aðrir þurfa að flytja lögheimili sín til og enn aðrir að greiða námsgjöld sem eru ekki á færi venjulegra launamanna?
     2.      Hvenær má búast við að aflétt verði átthagafjötrum tónlistarnemenda í landinu?