Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 507. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 802  —  507. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um brot á verklagsreglum vegna Grímseyjarferju.

Frá Bjarna Harðarsyni.



    Með hvaða hætti hefur verið tekið á þeim brotum sem segir í yfirlýsingu frá samgönguráðuneytinu vegna Grímseyjarferju í ágúst sl. að tekið verði á með viðeigandi hætti og í samræmi við góða stjórnsýslu, en í yfirlýsingunni segir að ekki hafi verið fylgt skýrum verklagsreglum ráðuneytisins um verkefnaáætlun, upplýsingar til ráðuneytisstjóra um gang mála og samþykki fyrir verkefnaáætlun?


Skriflegt svar óskast.