Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 552. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 853  —  552. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um bensíngjald og meðalútsöluverð bensíns.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hvernig hefur bensíngjald (þ.e. almennt vörugjald + sérstakt vörugjald) auk virðisaukaskatts á það gjald þróast frá 1996 sem hlutfall af meðalútsöluverði 95 oktana bensíns?
     2.      Hvernig hefur bensíngjald (þ.e. almennt vörugjald + sérstakt vörugjald) auk virðisaukaskatts á það gjald þróast frá 1996 í samanburði við vísitölu neysluverðs?
     3.      Hvernig skiptist meðalútsöluverð 95 oktana bensíns nú í bensíngjald, virðisaukaskatt á það og kostnaðarverð (innkaupsverð + álagningu) og virðisaukaskatt á það bæði í krónum talið og hlutfallslega? Hver er hlutur skattlagningar í meðalútsöluverði?
     4.      Hvert væri meðalútsöluverð 95 oktana bensíns núna ef ekki hefði verið horfið frá hlutfallslegri skattlagningu í krónutöluskattlagningu með lögum nr. 86/1999?


Skriflegt svar óskast.