Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 483. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 864  —  483. mál.




Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um stuðning við frjáls félagasamtök.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hefur stuðningi umhverfisráðuneytis við frjáls félagasamtök verið háttað árin 2002–2007? Óskað er eftir því að í svarinu komi fram til hvers konar verkefna styrkir hafa verið veittir, hversu háir styrkir og hverjir ábyrgðaraðilar verkefnanna hafa verið, sundurliðað eftir fjárlagaliðum og árum.

    Þann 20. mars 2001 skrifaði þáverandi umhverfisráðherra undir samstarfsyfirlýsingu umhverfisráðuneytisins og frjálsra félagasamtaka sem stuðningur ráðuneytisins byggist á. Í yfirlýsingunni segir:
    ,,Markmið samstarfsaðila er að efla lýðræðislega umræðu um umhverfis- og náttúruvernd. Virkni og þátttaka almennings er forsenda árangurs í umhverfismálum. Hlutverk frjálsra félagasamtaka felst ekki síst í því að koma upplýsingum til almennings. Því vill umhverfisráðuneytið auka samráð við frjáls félagasamtök um stefnumörkun og framkvæmd umhverfisverndar í samræmi við ákvæði Árósasamningsins frá 1998.
Skilgreining.
          Í samstarfsyfirlýsingu þessari er með frjálsum félagasamtökum átt við öll þau samtök sem láta umhverfisvernd til sín taka óháð því hvort umhverfisvernd sé meginviðfangsefni samtakanna.
          Umhverfissamtök eru þau frjálsu félagasamtök sem hafa umhverfisvernd sem meginviðfangsefni og starfa á landsvísu eða eru svæðisbundin.
Forsendur.
          Aðilar að þessari samstarfsyfirlýsingu eru sammála um það að frjáls félagasamtök gegni mikilvægu lýðræðislegu hlutverki í umræðu um umhverfismál. Framlag þeirra við að upplýsa almenning, stjórnvöld og fjölmiðla er mikilvægur þáttur í sjálfbærri þróun íslensks samfélags.
          Í yfirlýsingu sem umhverfisráðherrar aðildarríkja efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (UN/ECE) samþykktu í Árósum í júní 1988 undirstrika þeir mikilvægi frjálsra félagasamtaka og hvetja stjórnvöld til að styðja við bakið á slíkum samtökum og til að virkja þau við ákvarðanatöku um umhverfismál.
          Leitað verður heimildar Alþingis á árinu 2001 til staðfestingar á Árósasamningnum um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og réttláta málsmeðferð í umhverfismálum.
          Löggjöf í umhverfismálum kallar á umtalsvert samráð við almenning.
Form samráðs umhverfisráðuneytisins og frjálsra félagasamtaka.
          Umhverfisráðuneytið mun standa fyrir reglulegum samráðsfundum með umhverfissamtökum. Auk þess verður boðað til víðtækari samráðsfunda eftir því sem tilefni er til. Á þessum fundum mun ráðuneytið gera grein fyrir helstu málum sem unnið er að hverju sinni og umhverfissamtökin kynna sínar áherslur og verkefni.
          Umhverfisráðuneytið mun annað hvert ár boða til Umhverfisþings þar sem fjallað verður um stefnumörkun og framkvæmd á sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar.
          Umhverfissamtök sem aðild eiga að samstarfsyfirlýsingu þessari geta óskað eftir samráðsfundum með umhverfisráðuneytinu þegar þau telja þörf á.
          Umhverfisráðuneytið mun leitast við að bjóða fulltrúum frjálsra félagasamtaka þátttöku í fjölskipuðum nefndum á vegum ráðuneytisins og að hafa samráð við þau við undirbúning lagafrumvarpa og reglugerða.
Stuðningur við umhverfissamtök.
          Umhverfisráðuneytið mun veita árlega styrki í samræmi við heimildir fjárlaga hverju sinni til almennra starfsemi umhverfissamtaka. Fjárframlög verða einungis veitt þeim félögum sem eru opin fyrir almennri aðild, starfa ekki í hagnaðarskyni, hafa opið og endurskoðað reikningshald og taka saman ársskýrslur. Slíkir styrkir komi til viðbótar við eigin fjáröflun sem standa skal undir meginhluta starfseminnar.
          Umhverfisráðuneytið mun auk þess veita fjármagni til faglegrar uppbyggingar umhverfissamtaka, og frjálsra félagasamtaka sem láta umhverfismál til sín taka, með því að styrkja tiltekin verkefni í samræmi við heimildir fjárlaga hverju sinni.
          Umhverfisráðuneytið mun veita umhverfissamtökum fjárhagslegan stuðning til þátttöku í stefnumarkandi alþjóðlegum fundum um umhverfismál samkvæmt nánara samkomulagi.
          Umhverfisráðuneytið mun setja nánari reglur um þennan stuðning í samráði við aðila að samstarfsyfirlýsingunni.
Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi.
          Umhverfissamtök eru hvött til þess að afla sér heimildar til þátttöku á fundum á vegum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra umhverfissamninga.
Aðild að samstarfsyfirlýsingunni.
          Umhverfisráðuneytið mun halda skrá yfir umhverfissamtök og önnur frjáls félagasamtök sem falla undir samstarfsyfirlýsingu þessa.
          Öllum þeim samtökum sem falla undir samstarfsyfirlýsinguna er heimilt að óska eftir aðild að henni.“
    Á grunni þessarar yfirlýsingar hefur umhverfisráðuneytið veitt félagasamtökum styrki. Meðfylgjandi er yfirlit yfir veitta styrki 2002–2007. Árin 2002–2005 féllu styrkirnir undir fjárlagalið 14-190-190 en hafa síðan fallið undir lið 14-190-198. Forsvarsmenn félaganna eru ábyrgðaraðilar verkefnanna.
    Þess má geta að nýr umhverfisráðherra ákvað að veita 2.000.000 kr. af ráðstöfunarfé ráðherra til stuðnings við frjáls félagasamtök og nema því styrkir ráðuneytisins til frjálsra félagasamtaka 12.000.000 kr. árið 2008 sem er um 20% hækkun frá fyrra ári.
Árið 2007 – styrkir samtals 9.970.000 kr.
Landvernd
Rekstrarstyrkur 2.100.000 kr.
Bláfáninn 150.000 kr.
Grænfáninn 750.000 kr.
Vistvernd í verki 800.000 kr.
Náttúruverndarsamtök Íslands
Rekstrarstyrkur 2.500.000 kr.
Upplýsingabæklingur um loftslagsmál 500.000 kr.
Fuglavernd
Rekstrarstyrkur 1.000.000 kr.
Garðfuglar, fræðsla og upplýsingagjöf 250.000 kr.
Fuglaskógurinn 150.000 kr.
Hið íslenska náttúrufræðifélag
Rekstrarstyrkur 350.000 kr.
Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs
Rekstrarstyrkur 250.000 kr.
Uppgræðsluverkefni á Suðurlandi 400.000 kr.
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi
Rekstrarstyrkur 170.000 kr.
Náttúruverndarsamtök Austurlands
Rekstrarstyrkur 200.000 kr.
Náttúruverndarsamtök Suðurlands
Rekstrarstyrkur 300.000 kr.
Náttúruvaktin
Rekstrarstyrkur 100.000 kr.
Árið 2006 – styrkir samtals 10.266.000 kr.
Náttúruverndarsamtök Íslands
Rekstrarstyrkur 2.500.000 kr.
Fyrirlestur sérfræðings um loftslagsmál 100.000 kr.
Námskeið um umhverfisverndarsamtök 150.000 kr.
Bæklingur um ógnir vegna ofveiði 200.000 kr.
Landvernd
Rekstrarstyrkur 2.100.000 kr.
Bláfáninn 150.000 kr.
Grænfáninn 750.000 kr.
Alviðra fræðslusetur 300.000 kr.
Vistvernd í verki 700.000 kr.
Framtíðarsýn fyrir hálendi Íslands 700.000 kr.
Fuglavernd
Rekstrarstyrkur 900.000 kr.
Hið íslenska náttúrufræðifélag
Rekstrarstyrkur 350.000 kr.
Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs
Rekstrarstyrkur 250.000 kr.
Uppgræðsluverkefni á Suðurlandi 400.000 kr.
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi
Rekstrarstyrkur 216.000 kr.
Náttúruverndarsamtök Austurlands
Rekstrarstyrkur 200.000 kr.
Náttúruverndarsamtök Suðurlands
Rekstrarstyrkur 300.000 kr.
Árið 2005 – styrkir samtals 9.850.000 kr.
Landvernd
Rekstrarstyrkur 2.100.000 kr.
Bláfáninn 150.000 kr.
Grænfáninn 500.000 kr.
Loftslagsverkefni 400.000 kr.
Alviðra fræðslusetur 300.000 kr.
Vistvernd í verki 600.000 kr.
Framtíðarsýn fyrir hálendi Íslands 600.000 kr.
Náttúruverndarsamtök Íslands
Rekstrarstyrkur 2.500.000 kr.
Viðhorfskönnun vegna Rammaáætlunar 200.000 kr.
Fuglavernd
Rekstrarstyrkur 500.000 kr.
Bæklingur um helstu fuglastaði 200.000 kr.
Fræðsluvefur um fugla 200.000 kr.
Hið íslenska náttúrufræðifélag
Rekstrarstyrkur 350.000 kr.
Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs
Rekstrarstyrkur 250.000 kr.
Uppgræðsluverkefni á Suðurlandi 400.000 kr.
Félag um verndun hálendis Austurlands
Rekstrarstyrkur 200.000 kr.
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi
Rekstrarstyrkur 200.000 kr.
Náttúruverndarsamtök Austurlands
Rekstrarstyrkur 200.000 kr.
Árið 2004 – styrkir samtals 8.110.000 kr.
Landvernd
Rekstrarstyrkur 1.500.000 kr.
Grænfáni 350.000 kr.
Bláfáni 150.000 kr.
Nýting náttúru á Vestfjörðum 100.000 kr.
Loftslagsverkefni 400.000 kr.
Alviðra fræðslusetur 300.000 kr.
Vistvernd í verki 500.000 kr.
Ferðastyrkur 450.000 kr.
Náttúruverndarsamtök Íslands
Rekstrarstyrkur 1.800.000 kr.
Ferðastyrkur 300.000 kr.
Fuglaverndarfélag Íslands
Rekstrarstyrkur 450.000 kr.
Alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði á Íslandi 250.000 kr.
Ferðastyrkur 300.000 kr.
Hið íslenska náttúrufræðifélag
Rekstrarstyrkur 350.000 kr.
Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs
Rekstrarstyrkur 240.000 kr.
LAND-NÁM 400.000 kr.
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi
Rekstrarstyrkur 120.000 kr.
Náttúruverndarsamtök Austurlands
Rekstrarstyrkur 150.000 kr.
Árið 2003 – styrkir samtals 9.400.000 kr.
Náttúruverndarsamtök Íslands
Rekstrarstyrkur 1.800.000 kr.
Ferðastyrkur 200.000 kr.
Landvernd
Rekstrarstyrkur 1.500.000 kr.
Verkefnastyrkir 2.200.000 kr.
Sameiginlegur styrkur með Fuglavernd 1.400.000 kr.
Fuglaverndarfélag Íslands
Rekstrarstyrkur 450.000 kr.
Sameiginlegur styrkur með Landvernd 1.400.000 kr.
Hið íslenska náttúrufræðifélag
Rekstrarstyrkur 350.000 kr.
Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs
Rekstrarstyrkur 240.000 kr.
Verkefnastyrkur 400.000 kr.
Sól í Hvalfirði
Rekstrarstyrkur 200.000 kr.
Félag um verndun hálendis Austurlands
Rekstrarstyrkur 200.000 kr.
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi
Rekstrarstyrkur 160.000 kr.
Ferðaklúbburinn 4x4
Verkefnastyrkur 200.000 kr.
Skógræktarfélag Íslands
Verkefnastyrkur 100.000 kr.
Árið 2002 – styrkir samtals 6.350.000 kr.
Náttúruverndarsamtök Íslands
Rekstrarstyrkur 1.200.000 kr.
Ferðastyrkur 300.000 kr.
Landvernd
Rekstrarstyrkur 750.000 kr.
Verkefnastyrkur 1.800.000 kr.
Ferðastyrkir 550.000 kr.
Fuglaverndarfélag Íslands
Rekstrarstyrkur 350.000 kr.
Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs
Verkefnastyrkir 350.000 kr.
Hið íslenska náttúrufræðifélag
Rekstrarstyrkur 200.000 kr.
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi
Rekstrarstyrkur 150.000 kr.
Náttúruverndarsamtök Austurlands
Rekstrarstyrkur 150.000 kr.
Ferðastyrkur 300.000 kr.
Skotveiðifélag Íslands
Ferðastyrkur 250.000 kr.