Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 567. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 874  —  567. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um dreifmenntaverkefni í grunnskólum Vestur-Barðastrandarsýslu.

Frá Ingibjörgu Ingu Guðmundsdóttur.


     1.      Hvernig tókst til með dreifmenntaverkefni í grunnskólum Vestur-Barðastrandarsýslu sem lauk árið 2006 og hver er staða verkefnisins nú?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir framhaldi verkefnisins og þá hvernig? Ef svo er, hvernig verður verkefninu tryggt nægilegt fé svo að það geti staðið undir væntingum?