Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 485. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 876  —  485. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um stuðning við frjáls félagasamtök.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hefur stuðningi iðnaðarráðuneytis, þ.m.t. Byggðastofnunar, við frjáls félagasamtök verið háttað árin 2002–2007? Óskað er eftir því að í svarinu komi fram til hvers konar verkefna styrkir hafa verið veittir, hversu háir styrkir og hverjir ábyrgðaraðilar verkefnanna hafa verið, sundurliðað eftir fjárlagaliðum og árum.

    Stuðningur iðnaðarráðuneytisins hefur verið í formi styrkveitinga af ráðstöfunarfé ráðherra, fjárlagalið11-199, samkvæmt meðfylgjandi sundurliðun. Byggðastofnun hefur ekki veitt styrki til frjálsra félagasamtaka.

Árið 2002 Upphæð Verkefni Ábyrgðaraðili
Landssamband hugvitsmanna 500.000 Nýsköpunarkeppni grunnskólanema Elinóra Inga Sigurðardóttir
Samfés 100.000 Stíll, hár- förðunar- og fatahönnunarkeppni Jón Rúnar Hilmarsson
Sjálfsbjörg 500.000 Átaksverkefni til styrktar fötluðum André Bachmann
Árið 2003 Upphæð Verkefni Ábyrgðaraðili
Íslensku tónlistarverðlaunin 500.000 Afhending íslensku tónlistarverðlaunanna Einar Bárðarson
Tónskáldafélag Íslands 300.000 Kynning á íslenskri tónlist erlendis Kjartan Ólafsson
Kvenréttindafélag Íslands 50.000 Ráðstefna, „tími fyrir lífið“ Þorbjörg Inga Jónsdóttir
Sjálfsbjörg 100.000 Styrkur vegna hjálparmanna í ferðir fatlaðra Hannes Sigurðsson
Hestamannafélagið Hörður 100.000 Útgáfa á „litlu hestahandbókinni“ Konráð Adolfsson
Parkinsonsamtökin á Íslandi 100.000 Ráðstefna um Parkinson Ólína M. Sveinsdóttir
Landssamb. hestamannafélaga 800.000 Vegna heimsmeistaramóts í hestaíþróttum Jón Albert Sigurbjörnsson
Íslensk-japanska félagið 50.000 Ráðstefna til að efla tengsl Íslands við Japan Gunnhildur Gunnarsdóttir
SÍNE 50.000 Samnorræn rannsókn á fjármálum ungs fólks Heiður Reynisdóttir
Form Island 75.000 Fundur samráðshóps hönnuða í Khöfn Guðrún M. Ólafsdóttir
Kvenréttindafélag Íslands 100.000 Haustráðstefna Ragnhildur G. Guðmundsd.
Tourettesamtökin á Íslandi 75.000 Könnun á högum foreldra barna með TS Gísli Ásmundsson
Árið 2004 Upphæð Verkefni Ábyrgðaraðili
Landsbyggðin lifi 100.000 Unglingurinn á landsbyggðinni, ritg.verkefni Stefán Á. Jónsson
Íslensku tónlistarverðlaunin 500.000 Afhending íslensku tónlistarverðlaunanna Einar Bárðarson
Landvernd 200.000 Loftslagsverkefni Tryggvi Felixson
Kvenfélagasamband Íslands 150.000 Alþjóðaþing alþjóðasamb. dreifbýliskvenna Kristín Guðmundsdóttir
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs 500.000 Borun eftir neysluvatni í Kverkfjöllum Þórhallur Þorsteinsson
Neytendasamtökin 150.000 Þing neytendasamtakanna Jóhannes Gunnarsson
SÁÁ Reykjavík 10.000 Efling unglingadeildar samtakanna Anna María Sverrisdóttir
Jarðfræðafélag Íslands 30.000 Aðalfundur Ármann Höskuldsson
Árið 2005 Upphæð Verkefni Ábyrgðaraðili
Íslensku tónlistarverðlaunin 500.000 Afhending íslensku tónlistarverðlaunanna Einar Bárðarson
Landsbyggðin lifi 150.000 Unglingurinn á landsbyggðinni, ritg.verkefni Stefán Á. Jónsson
Félag kvenna í atvinnurekstri 300.000 Heimsþing FCEM Katrín S. Óladóttir
MENNT 200.000 Íslandsmót iðnnema Aðalheiður Jónsdóttir
Sveinafélag pípul.manna 500.000 Norðurl.keppni í pípulögnum og ráðstefna Skarphéðinn Skarphéðinsson
Sumartónleikar við Mývatn 100.000 Kórastefna við Mývatn Margrét Bóasdóttir
Landssamband hugvitsmanna 70.000 Ráðstefna, hugvit og viðskipti Elinóra Inga Sigurðardóttir
Kvenfélagasamband Íslands 1.000.000 Efla neytendafræðslu Hjördís Edda Broddadóttir
SVÞ – Samtök verslunar
og þjónustu
1.000.000 Gerð skýrslu um stöðu og horfur
í íslenskum þjónustugreinum
Sigurður Jónsson
Kvennanefnd Verkfræðingafélags Íslands 50.000 Fagráðstefna Jóhanna Harpa Árnadóttir
Árið 2006 Upphæð Verkefni Ábyrgðaraðili
Félag viðskipta- og hagfræðinga 200.000 Ráðstefna, íslenski þekkingardagurinn
Form Ísland, samtök hönnuða 500.000 Stofnun sjónlistamiðstöðvar að Korpúlfsst. Guðrún Margrét Ólafsdóttir
Íslensku tónlistarverðlaunin 500.000 Afhending íslensku tónlistarverðlaunanna Berglind María Tómasdóttir
Neytendasamtökin 300.000 Þing Neytendasamtakanna Jóhannes Gunnarsson
Kvenfélagasamband Íslands 300.000 Landsþing KÍ
Landsbyggðin lifi 310.000 Fræðsluverkefni á vegum félagsins Ragnar Stefánsson
Neytendasamtökin 150.000 Byggðaþing Sveinn Jónsson
Iðnnemasamband Íslands 75.000 Þing Iðnnemasambands Íslands Guðni Rúnar Jónasson
Kvenréttindafélag Íslands 100.000 Afmælisráðstefna Margrét Gunnarsdóttir
Árið 2007 Upphæð Verkefni Ábyrgðaraðili
Sjálfsbjörg höfuðb.svæðinu 100.000 Hjálparmenn í ferðir fatlaðra Grétar Pétur Geirsson
Kvenfélagasamband Íslands 150.000 Þátttaka KÍ á 25. alheimsþingi ACWW Hildur Helga Gísladóttir
Íslensku tónlistarverðlaunin 600.000 Afhending íslensku tónlistarverðlaunanna Berglind María Tómasdóttir
Félag heyrnarlausra 150.000 Norrænt mót heyrnarlausra aldraðra í Svíþjóð Kristinn Jón Bjarnason