Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 568. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 877  —  568. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um kostnað við flug í einkaþotu á fund Nató í Búkarest.

Frá Álfheiði Ingadóttur.



     1.      Hver var heildarkostnaður við flugferð forsætis- og utanríkisráðherra ásamt fylgdarliði í einkaþotu til og frá Búkarest í þeim erindagjörðum að sækja fund Nató dagana 2.–4. apríl sl.?
     2.      Hver hefði heildarkostnaður verið ef flogið hefði verið með ódýrasta áætlunarflugi?
     3.      Með hvaða hætti var allra leiða leitað við að finna ódýrasta áætlunarflug og halda kostnaði við ferðina niðri?
     4.      Ef afsláttur var veittur á flugi með einkaþotu af hálfu einkaaðila, hversu mikill var sá afsláttur og á hvaða forsendum var hann veittur?
     5.      Ef dýrara er að fljúga með einkaþotu en áætlunarflugi, jafnvel þótt afsláttur sé veittur á flugi með einkaþotu, hvers vegna var þá ekki ódýrari leiðin valin?
     6.      Telur ráðherra það gagnsæja og góða stjórnsýslu að halda upplýsingum um kostnað við ferðir æðstu embættismanna leyndum? Ef svo er, á hvaða forsendum og með hagsmuni hverra að leiðarljósi er samið um slíkt?
     7.      Telur ráðherra það gott fordæmi, m.a. í umhverfislegu tilliti og með tilliti til hvatningar opinberra aðila til almennings um að draga saman neyslu vegna óvissu í efnahagsmálum, að æðstu embættismenn fljúgi um í opinberum erindagjörðum í einkaþotum?