Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 572. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 886  —  572. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um sölu upplýsinga um erfðamengi einstaklinga.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við sölu upplýsinga um erfðamengi einstaklinga með tilliti til persónuverndar, vátrygginga, atvinnuöryggis og geymslu gagna?
     2.      Telur ráðherra að bregðast verði við slíku með lagabreytingum? Ef svo er, hverjar væru þær?
     3.      Kæmi til greina að banna tryggingafélögum að taka við erfðaupplýsingum frá viðskiptavinum sínum eins og Læknafélag Íslands hefur lagt til við Alþingi?


Skriflegt svar óskast.