Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 582. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 901  —  582. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um útboð fjarskiptasjóðs um uppbyggingu háhraðanettenginga.

Frá Guðnýju Hrund Karlsdóttur.



     1.      Hvernig var ákveðið hvaða staðir falla undir útboð fjarskiptasjóðs vegna háhraðanetþjónustu, þ.e. hvaða aðferð var notuð til að fá fullvissu um að staðir féllu ekki undir skilgreiningu útboðs?
     2.      Var gerð rannsókn á því hvort þjónusta/hraði á svæði væri í samræmi við skilgreiningu fjarskiptasjóðs um háhraðanet?
     3.      Er einhver krafa gerð til núverandi þjónustuaðila á svæði sem ekki er farið inn á um viðhald búnaðar, uppitíma tengingar eða verð?
     4.      Stendur til að bæta þeim einstaklingum sem sýndu frumkvæði og komu upp háhraðatengingum útlagðan kostnað?
     5.      Hversu margir staðir/býli eru í útboðinu?
     6.      Hvers vegna er útboðsferillinn svo langur eða allt til 31. júlí nk.?
     7.      Hvenær er gert ráð fyrir að verkefninu ljúki?


Skriflegt svar óskast.