Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 590. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 912  —  590. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um ferðalán til fjarnema úr Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Hversu margir fjarnemar hafa stundað nám í Kennaraháskóla Íslands nú í vetur og í fyrravetur?
     2.      Hversu margir af þeim búa innan lands utan höfuðborgarsvæðis hins meira (norðan og austan Hvítánna)?
     3.      Hvað er gert ráð fyrir að fjarnemar í Kennaraháskóla Íslands komi oft til Reykjavíkur á önn?
     4.      Hver er fjárhæð ferðaláns innan lands hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna?
     5.      Fyrir hvað mörgum ferðum á missiri fæst slíkt ferðalán?
     6.      Er í því láni reiknað með aukakostnaði við framfærslu nemanda meðan á námsdvöl stendur? Ef svo er, hvaða reglur gilda um þann aukakostnað? Ef ekki, er þá gert ráð fyrir slíkum kostnaði í almennu námsláni til fjarnema, og samkvæmt hvaða reglum?
     7.      Gefst þessum fjarnemum og öðrum á háskólastigi færi á annarri opinberri aðstoð til áskilinnar námsdvalar, sem samsvari til dæmis svokölluðum dreifbýlisstyrk til framhaldsskólanema?


Skriflegt svar óskast.