Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 608. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 941  —  608. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um afgreiðslu tóbaks.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Telur ráðherra að framfylgt sé banni við sölu og afhendingu á tóbaki til yngri en 18 ára og eins því að þeim einum sem náð hafa 18 ára aldri sé heimilt að selja tóbak?
     2.      Telur ráðherra að farið sé eftir ákvæðum laga um að bann þetta skuli auglýsa með áberandi hætti?
     3.      Er reglulega staðið að könnunum á þessu sviði? Ef svo er, hverjir gera þær?
     4.      Hvernig er tryggt að niðurstöðurnar berist Lýðheilsustöð?
     5.      Gerir Lýðheilsustöð sjálfstæðar kannanir á sölustöðum tóbaks með tilliti til sýnileika vörunnar, merkinga, aldurs starfsfólks sem afgreiðir tóbak og afgreiðslu tóbaks til yngri en 18 ára?


Skriflegt svar óskast.