Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 580. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 971  —  580. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur um kostnað við lögreglubifreið á Reykjanesbraut.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvað mundi kosta að hafa lögreglubifreið við eftirlit á Reykjanesbraut allan sólarhringinn alla daga vikunnar?

    Gera má ráð fyrir því, samkvæmt mati embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, að kostnaður við eftirlitið yrði um 800.000 kr. á viku eða um 40 millj. kr. á ári. Er þá miðað við að lögreglubifreið sé útbúin upptökutæki sem tengt er við ratsjá (svokölluðum „eye-witness“ búnaði) og mönnuð einum lögreglumanni alla virka daga vikunnar en tveimur lögreglumönnum um helgar. Þessi upphæð byggist á því að bifreiðinni verði ekið u.þ.b. 1.900 km á viku og er tekið tillit til vaktafyrirkomulags, afleysinga í orlofi og vetrarleyfa.