Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 286. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1010  —  286. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um framhaldsskóla.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SKK, EMS, PHB, GuðbH, RR, KaJúl).



     1.      Við 2. gr. 2. málsl. síðari málsgreinar orðist svo: Þeir skulu leitast við að efla færni nemenda í íslensku máli, bæði töluðu og rituðu, efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til þekkingarleitar.
     2.      Við 5. gr. Í stað orðsins „skólafundi“ í 6. málsl. 1. mgr. komi: kennarafundi.
     3.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðanna „lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum framhaldsskólakennara“ í 3. mgr. komi: menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
                  b.      Við bætist ný málsgrein er verði 4. mgr., svohljóðandi:
                      Óheimilt er að ráða einstakling til starfa við framhaldsskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild skólameistara til að afla upplýsinga úr sakaskrá.
                  c.      Í stað orðsins „starfsliðs“ í 4. mgr., er verði 5. mgr., og hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi, í viðeigandi beygingarfalli: starfsfólks.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Starfsfólk framhaldsskóla.
     4.      Við 9. gr. Orðin „og kosnir áheyrnarfulltrúar í skólanefnd“ í 3. málsl. 1. mgr. falli brott.
     5.      Við 10. gr. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Kennarafundur kýs einnig áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.
     6.      Við 12. gr. Í stað orðanna „VIII. kafla“ í lokamálsgrein komi: VII. kafla.
     7.      Við 13. gr. Í stað orðanna „lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum framhaldsskólakennara“ í 2. mgr. komi: menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
     8.      Við 23. gr. 4. 6. málsl. 2. mgr. falli brott.
     9.      Við 24. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „fimm“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: til níu.
                  b.      Á eftir orðunum „þar af tveir“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: til fjórir.
                  c.      Í stað orðanna „tveir af samtökum launþega“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: tveir til fjórir af samtökum launþega.
                  d.      Lokamálsliður fyrri málsgreinar verði 1. málsl. síðari málsgreinar.
     10.      Við 25. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist: Hlutverk þeirra er eftirfarandi:
                      a.      að gera tillögur um almenn markmið náms og skilgreina þarfir fyrir kunnáttu og hæfni sem námsbrautarlýsingar fyrir viðkomandi starfsgreinar byggjast á og eru hluti af almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla og gera tillögur um lokamarkmið náms,
                      b.      að setja viðmið fyrir skiptingu náms í skóla- og vinnustaðanám,
                      c.      að gera tillögur um uppbyggingu og inntak prófa í einstökum starfsgreinum,
                      d.      að halda skrá yfir fyrirtæki og vinnustaði sem uppfylla skilyrði til vinnustaðanáms, sbr. 28. gr.,
                      e.      að gera tillögur að námsbrautarlýsingum fyrir einstakar námsbrautir sem framhaldsskólar geta haft til viðmiðunar, sbr. 23. gr., og
                      f.      að veita ráðherra umsögn um námsbrautarlýsingar starfsnáms sem einstakir skólar leita eftir staðfestingu á af hálfu ráðherra, sbr. 23. gr.
                  b.      2.–4. mgr., verði svohljóðandi:
                      Ráðherra getur leitað álits starfsgreinaráðs við mat á beiðni skóla um viðurkenningu, sbr. 12. gr.
                      Menntamálaráðuneytið greiðir kostnað af sérfræðilegri vinnu sem unnin er skv. a- og d-lið 1. mgr.
                      Ráðherra setur reglugerð um skipan starfsgreinaráða, sbr. 24. gr., og um störf þeirra.
     11.      Við 26. gr. Á eftir orðinu „starfsgrein“ komi: eða starfsgreinaflokka.
     12.      Við 28. gr. Í stað lokamálsgreinar komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                 Skóli getur með samningi falið aðila utan hans umsýslu með gerð og skráningu samninga og um eftirlit með þeim. Jafnframt má fela fulltrúa á vegum slíks umsýsluaðila að staðfesta og eftir atvikum að slíta námssamningi, enda sé þá gætt málsmeðferðar samkvæmt stjórnsýslulögum og nánari fyrirmælum í starfsþjálfunar- eða ráðningarsamningi. Verði ágreiningur um réttindi eða skyldur nemenda vegna framkvæmdar umsýsluaðila sker skólameistari úr.
                 Ráðherra er heimilt, að fenginni umsögn aðila vinnumarkaðar og samtaka nemenda, að setja reglugerð um vinnustaðanám, starfsþjálfun á vinnustað og um heimildir skóla til þess að fela aðila utan hans umsýslu með starfsþjálfunarsamningum, sbr. 5. mgr.
     13.      Við 30. gr. Í stað orðsins „greinum“ í lokamálslið 3. mgr. komi: námsgreinum framhaldsskóla, svo og færnipróf, sbr. 23. gr. um færnimarkmið náms.
     14.      Við 33. gr. 1. og 2. málsl. síðari málsgreinar orðist svo: Við ákvörðun skólameistara um rétt eða skyldu nemenda skv. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, svo sem brottvísun úr skóla í fleiri en einn skóladag eða að nemanda sé meinað að sækja kennslutíma í ákveðnu fagi eða námsgrein um nokkurt skeið, skal fylgja reglum stjórnsýslulaga um málsmeðferð. Ákvörðun skólameistara er kæranleg til menntamálaráðuneytis.
     15.      Við 34. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Á framhaldsskólastigi skal veita nemendum með fötlun, sbr. 2. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, og nemendum með tilfinningalega eða félagslega örðugleika kennslu og sérstakan stuðning í námi.
     16.      Við 35. gr. Við bætist ný málsgrein er verði 4. mgr., svohljóðandi:
                 Framhaldsskólar skulu setja sér áætlun um móttöku nemenda. Móttökuáætlun framhaldsskóla skal vera aðgengileg nemendum og foreldrum, þar sem m.a. koma fram upplýsingar um námið og skólastarfið almennt og foreldrum með annað móðurmál en íslensku og heyrnarlausum foreldrum er greint frá möguleikum á túlkaþjónustu. Móttökuáætlun vegna nemenda með annað móðurmál en íslensku skal taka mið af bakgrunni þeirra, tungumálafærni og færni á öðrum námssviðum.
     17.      Við 37. gr. 1. mgr. verði svohljóðandi:
             Nemendur eiga rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar í framhaldsskóla af til þess bærum sérfræðingum.
     18.      Við 39. gr. Greinin orðist svo:
                 Í hverjum framhaldsskóla skal starfa nemendafélag. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Það setur sér reglur um skipan, starfssvið og starfshætti. Nemendafélög starfa á ábyrgð skóla. Nemendafélögum skal búin aðstaða til starfsemi sinnar.
                 Framhaldsskólum er heimilt að styrkja starfsemi nemendafélaga fjárhagslega og skal bókhald þeirra háð sömu endurskoðun og aðrar fjárreiður framhaldsskóla.
     19.      Við 45. gr.
                  a.      Við 4. mgr. bætist: miðað við fullt nám. Annars reiknast gjaldið hlutfallslega miðað við fjölda námsgreina.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ákvarðanir um gjaldtöku samkvæmt þessari grein eru kæranlegar til ráðherra. Um meðferð kærumála fer að ákvæðum stjórnsýslulaga.
     20.      Við 47. gr. Lokamálsliður lokamálsgreinar falli brott.
     21.      Við 48. gr. Lokamálsgrein falli brott.
     22.      Við 55. gr. Í stað orðanna „mats- og“ í fyrri málsgrein komi: lögbundið.
     23.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Skólanefndir sem skipaðar hafa verið skv. 6. gr. laga nr. 80/1996, um framhaldsskóla, skulu starfa út skipunartíma sinn.