Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 629. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1042  —  629. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um tilraunaverkefni um rekstur Gaulverjaskóla.

Frá Atla Gíslasyni.



     1.      Hver er staða viðræðna um endurnýjun samkomulags ráðuneytisins við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga / Skólaskrifstofu Suðurlands og Velferðarsjóð íslenskra barna um þriggja ára tilraunaverkefni um rekstur Gaulverjaskóla, sem er náms- og meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga á Suðurlandi sem glíma við hegðunar- og tilfinningaraskanir, sbr. bréf Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 23. apríl 2008, um málið?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir endurnýjun samkomulagsins og þá hvernig?


Skriflegt svar óskast.