Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 577. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1059  —  577. mál.




Nefndarálit


um frv. til l. um breyt. á Norðurlandasamningi um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð.

Frá allsherjarnefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bryndísi Helgadóttur, Hauk Guðmundsson og Rósu Dögg Flosadóttur frá dómsmálaráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að fullgilda samkomulag sem gert var 26. janúar 2006 um breytingar á samningi milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð er undirritaður var í Stokkhólmi 6. febrúar 1931. Einnig er lagt til að samkomulagið öðlist lagagildi hér á landi á sama hátt og á við um samninginn sjálfan og fyrri breytingar á honum. Samkomulagið hefur að geyma reglur um val á lögum í málum er varða fjármál hjóna.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Ellert B. Schram og Ólöf Nordal voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. maí 2008.


Birgir Ármannsson,

form., frsm.

Ágúst Ólafur Ágústsson.

Atli Gíslason.


Sigurður Kári Kristjánsson.

Siv Friðleifsdóttir.

Karl V. Matthíasson.


Jón Magnússon.