Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 233. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1154  —  233. mál.




Breytingartillögur


við frv. til l. um meðferð sakamála.

Frá allsherjarnefnd.


     1.      Við 3. mgr. 16. gr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Hið sama á við ef dómar eða aðrar úrlausnir eru birtar opinberlega, svo sem á vefsíðum.
     2.      Við 17. gr. F-liður 2. mgr. orðist svo: birtingu dóma og annarra dómsúrlausna, til dæmis á vefsíðum dómstóla, aðgang að endurritum af dómum og úr þingbók, svo og að framlögðum skjölum, þ.m.t. brottnám upplýsinga úr þeim.
     3.      Við 18. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Ákærendur eru ríkissaksóknari, héraðssaksóknari og lögreglustjórar. Að auki, í umboði þeirra, vararíkissaksóknari, varahéraðssaksóknari, saksóknarar, aðstoðarsaksóknarar og saksóknarfulltrúar, svo og löglærðir aðstoðarlögreglustjórar.
     4.      Við 21. gr. Lokamálsliður 2. mgr. orðist svo: Ríkissaksóknari getur endranær tekið saksókn í sínar hendur, þar á meðal gefið út ákæru eða tekið við sókn máls fyrir dómi hvenær sem hann telur þess þörf.
     5.      22. gr. orðist svo:
             Dómsmálaráðherra skipar héraðssaksóknara ótímabundið og er embættisskrifstofa hans í Reykjavík. Honum til aðstoðar eru varahéraðssaksóknari, sem ráðherra skipar ótímabundið, svo og saksóknarar sem ráðherra skipar til fimm ára í senn. Ráðherra ákveður fjölda saksóknara að höfðu samráði við ríkissaksóknara. Skulu héraðssaksóknari, varahéraðssaksóknari og saksóknarar fullnægja skilyrðum til skipunar í embætti héraðsdómara. Héraðssaksóknari ræður annað starfslið við embætti sitt, þar á meðal aðstoðarsaksóknara og saksóknarfulltrúa sem lokið hafa embættis- eða meistaraprófi í lögfræði.
             Héraðssaksóknari ber ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem við embætti hans starfa. Hann skiptir verkum með varahéraðssaksóknara og saksóknurum og úthlutar þeim málum. Við embættið skal vera sérstök deild skatta- og efnahagsbrota og skal sá eða þeir saksóknarar sem þar starfa bera starfsheiti sem kennt er við málaflokkinn. Héraðssaksóknari getur skipt embættinu í fleiri deildir eftir málaflokkum eða umdæmum.
     6.      Við 23. gr. Síðari málsliður 3. mgr. orðist svo: Héraðssaksóknari getur endranær tekið saksókn í sínar hendur, þar á meðal gefið út ákæru eða tekið við sókn máls fyrir dómi hvenær sem hann telur þess þörf.
     7.      Við 25. gr.
                  a.      1.–3. mgr. orðist svo:
                     Í héraði flytur ríkissaksóknari, vararíkissaksóknari eða saksóknari þau mál sem ríkissaksóknari höfðar. Hann getur falið héraðssaksóknara eða lögreglustjóra flutning máls fyrir héraðsdómi og fer þá um mál eftir 2. eða 3. mgr. Þá getur ríkissaksóknari falið héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmanni flutning máls í héraði og hefur hann þá sömu réttarstöðu og ákærandi.
                     Í héraði flytur héraðssaksóknari, varahéraðssaksóknari, saksóknari, aðstoðarsaksóknari eða saksóknarfulltrúi þau mál sem héraðssaksóknari höfðar. Einnig má héraðssaksóknari fela lögreglustjóra, héraðsdómslögmanni eða hæstaréttarlögmanni að flytja mál í héraði á sama hátt og segir í 1. mgr.
                     Í héraði annast lögreglustjórar flutning þeirra mála sem þeir höfða. Þeir geta falið aðstoðarlögreglustjóra, aðstoðarsaksóknurum eða saksóknarfulltrúum við embætti sín að flytja þessi mál. Lögreglustjórum er heimilt að fela öðrum lögreglustjórum að sækja þing í máli.
                  b.      Í stað orðsins „saksóknari“ í 3. málsl. 4. mgr. komi: ákærandi.
                  c.      Lokamálsliður 4. mgr. falli brott.
                  d.      Síðari málsliður 5. mgr. orðist svo: Þeim er heimilt að fela öðrum löglærðum starfsmönnum sínum flutning þessara mála, eftir því sem segir í 2. eða 3. mgr.
     8.      Við 27. gr. Við fyrri málslið 2. mgr. bætist: eftir því sem þörf krefur.
     9.      Við 37. gr. Á eftir orðunum „skjólstæðings hans“ í 3. mgr. komi: eða samskipti við yfirvöld í öðrum ríkjum.
     10.      Við 41. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Skylt er lögreglu endranær eftir ósk brotaþola að tilnefna honum réttargæslumann ef rannsókn beinist að broti á XXIII. eða XXIV. kafla almennra hegningarlaga eða 251.–253. gr. laganna og ætla má að brotaþoli hafi orðið fyrir verulegu tjóni á líkama eða andlegu heilbrigði af völdum brotsins eða að brotið hafi verið gegn honum af einhverjum sem er honum nákominn. Það er skilyrði fyrir tilnefningu réttargæslumanns samkvæmt þessari málsgrein að brotaþoli hafi að mati lögreglu þörf fyrir sérstaka aðstoð réttargæslumanns til þess að gæta hagsmuna sinna í málinu.
     11.      Við 50. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Mál á hendur manni sem ekki á heimilisvarnarþing hér á landi má höfða hvar sem er á landinu.
                  b.      3. mgr. orðist svo:
                     Höfða má mál fyrir héraðsdómi hvar sem er á landinu ef brot var framið hérlendis og vafi leikur á um mörk dómumdæma ellegar á íslensku skipi eða í loftfari utan umdæma, svo og ef brot var framið erlendis og mál um það sætir lögsögu íslenskra dómstóla.
     12.      Síðari málsliður 51. gr. orðist svo: Sé slíkt mál borið undir dóm af öðrum skal það gert fyrir héraðsdómi þar sem hann á sjálfur heimilisvarnarþing en sé það ekki fyrir hendi, þá fyrir héraðsdómi hvar sem er á landinu.
     13.      Við 52. gr.
                  a.      Við 4. mgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Ekki er skylt að gefa þeim sem hlut á að máli kost á að tjá sig áður en slík ákvörðun er tekin.
                  b.      Við 6. mgr. bætist tveir nýir málsliðir sem orðist svo: Héraðssaksóknari getur jafnframt ákveðið að eigin frumkvæði að kæru skuli vísað frá eða að rannsókn skuli hætt, enda sé eitthvert skilyrða 4. mgr. fyrir hendi. Ekki er skylt að gefa þeim sem hlut á að máli kost á að tjá sig áður en slík ákvörðun er tekin, en tilkynna skal kæranda hana eftir því sem segir í 5. mgr.
                  c.      Á eftir fyrri málslið 7. mgr. komi nýr málsliður sem orðist svo: Enn fremur getur sá sem á hagsmuna að gæta kært til ríkissaksóknara ákvörðun sem héraðssaksóknari hefur tekið að eigin frumkvæði skv. 6. mgr.
                  d.      Við bætist ný málsgrein sem orðist svo:
                     Lögreglu og héraðssaksóknara er ekki skylt að rökstyðja ákvarðanir sínar skv. 4. og 6. mgr.
     14.      Við 62. gr. Í stað orðanna „tvær klukkustundir“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: eina klukkustund.
     15.      Við 63. gr. Lokamálsliður 3. mgr. falli brott.
     16.      Við 64. gr. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Ekki má gefa honum fyrirheit um ívilnanir eða fríðindi ef hann ber á ákveðinn hátt, enda séu slík fyrirheit ólögleg eða ekki á valdi lögreglu að veita þau.
     17.      Við 89. gr. Fyrri málsliður orðist svo: Að tillögu ríkissaksóknara er dómsmálaráðherra heimilt að setja reglur um sérstakar aðferðir og aðgerðir lögreglu við rannsókn sakamála sem ekki er kveðið á um í lögum þessum, svo sem um notkun tálbeita, uppljóstrara og flugumanna, afhendingu undir eftirliti og skyggingu.
     18.      Við 95. gr. Orðið „sérstaklega“ í 2. mgr. falli brott.
     19.      Við 97. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Því má þó marka lengri tíma en fjórar vikur þegar svo stendur á sem í 3. mgr. segir.
     20.      Við 98. gr. Í stað orðsins „átta“ í 3. málsl. 2. mgr. komi: fjórar.
     21.      Við 100. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Sé þess krafist getur dómari sett það skilyrði fyrir ráðstöfun að sakborningur hafi á sér búnað svo að unnt sé að fylgjast með ferðum hans.
     22.      Við 121. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Ef vitni kemur fyrir dóm en fullnægir annars ekki vitnaskyldu sinni, þar á meðal fyrirmælum dómara skv. 5. mgr. 116. gr., getur dómari að kröfu aðila gert því sekt með úrskurði.
     23.      Við 131. gr. 2. málsl. falli brott.
     24.      Við 146. gr. Orðin „að undangenginni sáttamiðlun“ í b-lið 3. mgr. falli brott.
     25.      Við 147. gr.:
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Nú er mál fellt niður skv. 145. gr. eða fallið er frá saksókn skv. 2.–4. mgr. 146. gr. og er þá ekki skylt að gefa þeim sem hlut á að máli kost á að tjá sig áður en sú ákvörðun er tekin. Hins vegar skal ákærandi sem ákvörðunina tók tilkynna hana sakborningi og ef því er að skipta brotaþola, enda liggi fyrir hver hann er. Ber að rökstyðja ákvörðunina með því að vísa til viðeigandi ákvæðis í 146. gr., en ekki er skylt að færa frekari rök fyrir henni.
                  b.      Við síðari málslið 2. mgr. bætist: en ekki er skylt að rökstyðja þá afstöðu sérstaklega.
                  c.      Á eftir fyrri málslið 3. mgr. komi nýr málsliður sem orðist svo: Enn fremur getur sá sem ekki vill una ákvörðun héraðssaksóknara skv. 1. mgr. kært hana til ríkissaksóknara.
     26.      Við 149. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Nú berst lögreglustjóra kæra um brot sem heyrir undir ákæruvald hans eða lögregla stendur mann að slíku broti og lögreglustjóri telur viðurlög við brotinu ekki fara fram úr sekt að tiltekinni fjárhæð samkvæmt reglugerð sem dómsmálaráðherra setur skv. 1. mgr. 151. gr., sviptingu réttinda eða upptöku eigna.
     27.      Við 165. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Ef máli verður ekki lokið samkvæmt því sem að framan greinir skal gefa ákærða kost á að leggja fram skriflega greinargerð af sinni hálfu innan hæfilegs frests.
     28.      Við 166. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Aðalmeðferð hefst með því að ákærandi gerir stuttlega grein fyrir ákæru og hvaða gögnum hún er studd, en síðan gefst ákærða kostur á að gera stuttar athugasemdir af sinni hálfu. Því næst skal tekin skýrsla af ákærða. Ef hann játar að hafa framið það brot sem hann er ákærður fyrir ákveður dómari í samráði við málflytjendur hvort og þá að hve miklu leyti þörf er frekari sönnunarfærslu. Síðan eru teknar skýrslur af vitnum og gengið á vettvang ef því er að skipta.
     29.      Við 173. gr. 5. mgr. orðist svo:
             Þegar ákvörðun hefur verið tekin um saksókn skal ákærandi gæta að því hvort krafan sé réttilega úr garði gerð og henni fylgi nauðsynleg gögn, en hann getur veitt kröfuhafa skamman frest til að bæta úr slíkum annmörkum á henni. Ákærandi getur kröfunnar í ákæru eða eftir atvikum framhaldsákæru og lætur greinargerð um hana og önnur gögn fylgja ákærunni til héraðsdóms, sbr. 154. gr.
     30.      Við 175. gr.
                  a.      Í stað orðanna „kveðið upp úrskurð um“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: ákveðið, og í stað orðanna „slíkur úrskurður verður upp kveðinn“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: slík ákvörðun er tekin.
                  b.      Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein sem orðist svo:
                     Nú stendur svo á sem í 1. mgr. segir og um er að ræða kröfu um skaðabætur og má dómari þá ákveða að láta við það sitja að einvörðungu verði dæmt um bótaskyldu í sakamálinu. Samhliða getur hann ákveðið að víkja kröfu um bótafjárhæð til meðferðar fyrir dómi í sérstöku einkamáli skv. 1. mgr.
                  c.      Í stað orðanna: „Kveði dómari upp úrskurð skv. 1. mgr.“ í 2. mgr., er verði 3. mgr., komi: Taki dómari ákvörðun um að víkja kröfu til meðferðar í einkamáli skv. 1. eða 2. mgr.
     31.      Við 185. gr. Á eftir 2. málsl. 3. mgr. komi nýr málsliður sem orðist svo: Fer þá um birtingu dóms eftir því sem segir í 156. gr.
     32.      Við 192. gr. Orðin „eða vikið til meðferðar í einkamáli“ í u-lið 1. mgr. falli brott.
     33.      Við 228. gr. Í stað„IX., X., XI., XIII. og XIV. kafla“ í 2. mgr. komi: IX.–XIV. kafla.
     34.      232. gr. orðist svo:
             Lög þessi taka gildi 1. janúar 2009. Þó öðlast ákvæði til bráðabirgða VII þegar gildi.
     35.      Við 234. gr.:
                  a.      A-liður 30. tölul. falli brott.
                  b.      B-liður 30. tölul. orðist svo: Í stað orðanna „rannsóknar og saksóknar í opinberu máli“ í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. kemur: rannsóknar sakamáls og meðferðar þess að öðru leyti.
     36.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðist svo:
             Þegar ákvæði þetta hefur tekið gildi, sbr. 232. gr., skal dómsmálaráðherra auglýsa laus til umsóknar embætti héraðssaksóknara, varahéraðssaksóknara og saksóknara við embætti héraðssaksóknara og skipa í þessi embætti. Jafnframt skal hafinn undirbúningur að því að embætti héraðssaksóknara taki til starfa.