Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 644. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1157  —  644. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um tilskipanir Evrópusambandsins.

Frá Atla Gíslasyni.


     1.      Hversu margar tilskipanir ESB bíða innleiðingar og upptöku í EES-samninginn?
     2.      Hvenær rann eða rennur út innleiðingarfrestur tilskipana skv. 1. tölul.?
     3.      Hver hafa viðbrögð Eftirlitsstofnunar EFTA verið varðandi þær tilskipanir sem dregist hefur að innleiða umfram setta fresti?
     4.      Í hvaða tilvikum hefur framkvæmdastjórn ESB gert athugasemdir við drátt á innleiðingu og þá hverjar?


Skriflegt svar óskast.