Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 644. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1338  —  644. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Atla Gíslasonar um tilskipanir Evrópusambandsins.

    Tekið er fram í fyrirspurninni að einungis sé átt við tilskipanir Evrópusambandsins og er í svarinu tekið mið af því.
    Um leið og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar liggur fyrir ber ríkjum skylda til að innleiða samþykktar tilskipanir, nema í þeim tilvikum þegar sérstakur innleiðingarfrestur er tilgreindur í ákvörðuninni sjálfri eða í tilskipuninni. Töflur í svari þessu gefa upplýsingar um tímamörk innleiðingar og aðgerðir þær sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gripið til.

     1.      Hversu margar tilskipanir ESB bíða innleiðingar og upptöku í EES-samninginn?
    Samkvæmt upplýsingum frá ESA bíða nú 40 tilskipanir innleiðingar af Íslands hálfu og hefur ESA því hafið afskipti af þeim. Þar að auki hafa fimm tilskipanir verið teknar upp í EES-samninginn með stjórnskipulegum fyrirvara en þar til honum hefur verið aflétt ber ríkjunum ekki skylda til innleiðingar.
    Samkvæmt upplýsingum frá EFTA bíða nú u.þ.b. 30 gerðir (þar á meðal tilskipanir) upptöku í EES-samninginn á næsta fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar. Að auki eru fjölmargar tilskipanir í vinnslu innan vinnunefnda EFTA.

     2.      Hvenær rann eða rennur út innleiðingarfrestur tilskipana skv. 1. tölul.?
    Vísað er til töflu A varðandi tilskipanir sem komnar eru fram yfir tilsetta dagsetningu innleiðingar og töflu B varðandi tilskipanir sem teknar hafa verið upp í samninginn með stjórnskipulegum fyrirvara. Þær síðarnefndu bíða meðferðar Alþingis og innleiðingar í framhaldinu.

     3.      Hver hafa viðbrögð Eftirlitsstofnunar EFTA verið varðandi þær tilskipanir sem dregist hefur að innleiða umfram setta fresti?
    Viðbrögð ESA fylgja fastmótuðu ferli eftir að innleiðingarfrestur er liðinn. Það ferli er þríþætt:
i.     Formleg tilkynning (letter of formal notice): ESA óskar eftir skýringum frá EES/ EFTA-ríki þegar um 6 mánuðir eru liðnir fram yfir frest til innleiðingar. Borist hafa formlegar tilkynningar vegna 20 tilskipana sem bíða innleiðingar.
ii.     Rökstutt álit (reasoned opinion): Ef svör við formlegri tilkynningu berast ekki eða þykja ekki fullnægjandi sendir ESA álit til viðkomandi ríkis, þar sem rökstutt er að töf á innleiðingu viðkomandi tilskipunar sé brot á EES-samningnum. Gefinn er frestur, yfirleitt tveir mánuðir, til að bregðast við. Borist hafa rökstudd álit vegna sex tilskipana sem bíða innleiðingar.
iii.     Vísun til EFTA-dómstólsins (court referral): Ef ríki fer ekki eftir fyrrgreindum tilmælum getur ESA ákveðið að skjóta málinu til EFTA-dómstólsins. Málsmeðferð tekur yfirleitt um eitt ár. Einni tilskipun sem bíður innleiðingar hefur verið vísað til dómstólsins.

     4.      Í hvaða tilvikum hefur framkvæmdastjórn ESB gert athugasemdir við drátt á innleiðingu og þá hverjar?
    Meginreglan er sú að framkvæmdastjórn ESB gerir ekki formlegar athugasemdir við drátt á innleiðingu tilskipana af hálfu EES/EFTA-ríkjanna. Samkvæmt tveggja stoða kerfi EES- samningsins er slíkt í höndum ESA. Þó hefur í nokkrum tilvikum verið spurst fyrir um mál eða gerðar óformlegar athugasemdir við drátt á innleiðingu á fundum sameiginlegu EES- nefndarinnar. Framkvæmdastjórnin hefur einnig á stundum spurst fyrir um og gert athugasemdir við að langur tími líði frá því að ákvörðun er tekin í sameiginlegu EES-nefndinni og þar til sjórnskipulegum fyrirvara er aflétt svo ákvörðun megi ganga í gildi en samningurinn gerir ráð fyrir að slíkt sé gert innan sex mánaða. Slíkar athugasemdir og fyrirspurnir byggjast á ákvæðum EES-samningsins sem mæla fyrir um heimildir sem grípa má til í þeim tilvikum að ákvörðun gengur ekki í gildi og felast í því, að undangengnu ákveðnu ferli, að unnt er að stöðva framkvæmd EES-samningsins á þeim sviðum sem um er að ræða.

Tafla A. Tilskipanir sem ekki hafa verið innleiddar og viðbrögð ESA.
(Innleiðingarfrestur 22. júlí eða fyrr.)

Máls-
númer
Númer
tilskipunar
Heiti Innleiðingar-
frestur
Formleg
tilkynning
Rökstutt
álit
Vísun til EFTAdómstóls
59086 2003/55 Common rules for the internal market in natural gas (Second Directive) 1.6.2007
61276 2004/8 Promotion of cogeneration based on usefull heat (Combined Heat and Power Directive) 1.10.2007
63331 2004/101 ETS – Linking Directive 29.12.2007
56406 2003/108 Waste electrical and electronic equipment – amendment 1.2.2006 19.12.2006 20.6.2007
62057 2006/77 Maximum levels for organochlorine compounds in animal feed 28.4.2008
60157 2005/68 Reinsurance (Directive 2005/68) 10.12.2007 16.7.2008
62077 2006/15 Occupational exposure limit values – Commission Directive 2006/15/EC 1.9.2007 20.12.2007 11.6.2008
62313 2006/128 Criteria of purity concerning sweeteners for use in foodstuffs 15.2.2008 21.5.2008
62314 2006/129 Criteria on food additives other than colours and sweeteners 15.2.2008 21.5.2008
64659 2007/54 Cosmetic products – TA 26.4.2008
64658 2007/53 Cosmetic products – TA 19.6.2008
64044 2007/27 Maximum levels of etoxazole, indixacarb, etc. 2.2.2008 16.4.2008
64062 2007/42 Materials and articles made of regenerated cellulose film in contact with foodstuffs 2.2.2008 16.4.2008
63754 2007/28 Maximum residue levels 8.12.2007 16.4.2008
64370 2007/55 Maximum residue levels 19.3.2008 2.7.2008
64371 2007/56 Maximum residue levels 15.3.2008 2.7.2008
64372 2007/57 Maximum residue levels 19.3.2008 2.7.2008
64048 2007/26 Dir 2007/26/EC amending Directive 2004/6/EC 2.2.2008 27.6.2008
64060 2007/19 Plastic materials and articles intended to come into contact with food 1.4.2008 27.6.2008
64825 2006/141 Include clothianidin and pethoxamid as active substances 7.6.2008
64826 2007/62 Maximum residue levels for bifenazate, pethoxamid, pyrimethanil and rimsulfuron 7.6.2008
64827 2007/73 Maximum residue levels 15.6.2008
63338 2006/82 Infant formulae and follow-on formulae; dietary foods for special medical purposes – accession Bulgaria and Romania 26.10.2007
63354 2006/107 Foodstuffs – accession of Bulgaria and Romania 26.10.2007
62059 2006/42 Machinery 29.6.2008
59595 2004/26 Directive amending Directive 97/68 relating to measures against emission of pollutants from internal combustion engines in non-road mobile machinery 11.3.2006 14.3.2007 4.7.2007 20.2.2008
62082 2005/88 Noise emission in the environment by equipment for use outdoors 28.4.2007 20.12.2007
62637 2006/17 Technical Requirements for Donation, Procurement and Testing of Human Tissues and Cells 7.7.2007 30.1.2008 16.7.2008
62640 2006/86 Traceability , Notification of Adverse Reactions and Techn. Req. for coding etc. of Human Tissues and Cells 7.7.2007 30.1.2008 16.7.2008
64038 2007/37 Approval of motor vehicles and their trailers 2.2.2008 11.6.2008
64039 2007/34 Permissible sound level and the exhaust system of motor vehicles 6.7.2008
64040 2007/35 Installation of lighting and light-signalling devices on motor vehicles 10.7.2008
62622 2007/4 Methods for Quantative Analysis of Binary Textile Fibre Mixtures 2.2.2008 11.6.2008
61287 2006/22 Social legislation relating to road transport 1.5.2008

Tilskipanir innleiddar að hluta.
60798 2005/56 Cross-border mergers of limited liability companies 15.12.2007
58683 2004/109 Directive 2004/109/EC – on the harmonisation of transparency requirements 1.6.2007
56064 2002/87 Financial Conglomerates Directive (2002/87) 1.8.2005
57622 2004/39 Markets in financial instruments – Directive 2004/39/EC 1.8.2007
55850 2002/96 Waste electrical and electronic equipment (WEEE) – Basic Act 1.2.2006 19.12.2006 20.6.2007
63328 2003/87 ETS – Scheme for greenhouse gas emission allowance trading 29.12.2007

Tafla B. Tilskipanir teknar upp í EES-samninginn
með stjórnskipulegum fyrirvara.

Númer
ákv.
Tilskipun Upptaka Frestur til
afléttingar
fyrirvara
Viðauki/Bókun
102/2007 32/2005 28.9.2007 28.3.2008 Annex 04 Energy
135/2007 33/2002 26.10.2007 26.4.2008 Annex 01 Veterinary and Phytosanitary Matters
137/2007 41/2004 26.10.2007 26.4.2008 Annex 01 Veterinary and Phytosanitary Matters
141/2007 66/2006 26.10.2007 26.4.2008 Annex 02 Technical Regulations, Standards, Testing and Certification
46/2008 61/2007 25.4.2008 25.10.2008 Annex 02 Technical Regulations, Standards, Testing and Certification