Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 544. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1355  —  544. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 66/1985, um Þjóðskjalasafn Íslands.

(Eftir 2. umr., 11. sept.)



1. gr.


    2. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
    Þegar talað er um skjöl og skráðar heimildir í lögum þessum er átt við hvers konar gögn, jafnt rituð sem í öðru formi, er hafa að geyma upplýsingar og hafa orðið til, borist eða verið viðhaldið við starfsemi á vegum stofnunar eða einstaklings.

2. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Orðin „gefa út leiðbeiningar um skjalavörslu og tölvuskráningu og ákveða ónýtingu skjala sem ekki er talin ástæða til að varðveita til frambúðar“ í 2. tölul. falla brott.
     b.      Á eftir 2. tölul. koma tveir nýir töluliðir og breytist röð annarra liða samkvæmt því:
                  3.      setja reglur um myndun, frágang og afhendingu skjala- og gagnasafna (sbr. 3. gr.) afhendingarskyldra aðila,
                  4.      ákveða ónýtingu skjala sem ekki er talin ástæða til að varðveita til frambúðar og móta stefnu um varðveislu og grisjun skjala.

3. gr.

    Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skulu skjöl og önnur gögn á rafrænu formi afhent að jafnaði eigi síðar en þegar þau hafa náð fimm ára aldri.

4. gr.

    Í stað orðsins „ljósrit“ í 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: afrit.

5. gr.

    Á eftir 1. málsl. 9. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Aðgangur að rafrænum skjala- og gagnasöfnum er þó fyrst veittur í Þjóðskjalasafni Íslands tuttugu árum eftir afhendingu þeirra til safnsins, enda hafi þau verið aðgengileg hjá umræddu stjórnvaldi til þess tíma.

6. gr.

    Á eftir orðinu „filmum“ í 10. gr. laganna koma orðin: eða í rafrænu afriti.

7. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.