Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 72. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 72  —  72. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um lyfjagagnagrunn.

Frá Ástu Möller.



     1.      Hvaða upplýsingar hafa Tryggingastofnun ríkisins, Lyfjastofnun og landlæknir unnið úr lyfjagagnagrunni frá því að hann tók til starfa, sbr. skilyrði 27. gr. lyfjalaga, nr. 93/1994?
     2.      Við hvaða verklagsreglur styðst landlæknir við afgreiðslu umsókna um aðgang að upplýsingum úr gagnagrunninum?
     3.      Er hægt að merkja að hvaða gagni lyfjagagnagrunnur hefur komið og hvort hann hefur haft einhverjar breytingar í för með sér í lyfjamálum?
     4.      Hvernig er samstarfi háttað við önnur lönd varðandi vinnslu upplýsinga úr lyfjagagnagrunnum?


Skriflegt svar óskast.