Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 77. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 77  —  77. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um lagningu sæstrengja í friðlandi Surtseyjar.

Frá Álfheiði Ingadóttur.



     1.      Hver var aðkoma umhverfisráðuneytis að veitingu leyfis fyrir lagningu sæstrengja um friðland Surtseyjar í ágúst sl.?
     2.      Hversu langan tíma tók afgreiðsla Umhverfisstofnunar á umsókn Farice?
     3.      Var leitað umsagnar Surtseyjarfélagsins, sbr. 7. gr. auglýsingar um friðland í Surtsey nr. 50/2006, og ef svo er, hver var hún?
     4.      Var aflað umsagnar frá ráðgjafarnefnd um málefni friðlandsins, sbr. 4. gr. auglýsingarinnar, og ef svo er, hver var hún?
     5.      Var aflað umsagnar frá heimsminjaskrifstofu UNESCO og ef svo er, hver var hún?
     6.      Var aflað umsagna frá öðrum aðilum og þá hverjum?
     7.      Fer áðurnefnd lagning sæstrengja um friðland Surtseyjar saman við verklagsreglur, markmið friðlýsingar Surtseyjar og þá ábyrgð sem Íslendingar bera á verndun eyjarinnar með tilliti til stöðu hennar á heimsminjaskrá UNESCO?