Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 78. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 78  —  78. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um mengunarmælingar við Þingvallavatn.

Frá Álfheiði Ingadóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hefur verið aflað bakgrunnsgilda fyrir ákomu loftaðborinnar köfnunarefnismengunar sem Vegagerðinni ber að mæla í samræmi við úrskurð umhverfisráðuneytis frá 10. maí 2007 um mótvægisaðgerðir vegna umhverfisáhrifa frá vaxandi umferð sem fylgja mun nýjum Gjábakkavegi?
     2.      Eru mælingar samkvæmt úrskurði ráðuneytisins hafnar og ef svo er, hvar fara þær fram og hvernig er staðið að þeim?
     3.      Er fyrirhugað að mæla styrk köfnunarefnissambanda í andrúmslofti í nágrenni við Ólafsdrátt eða aðra þekkta hrygningarstaði í Þingvallavatni sem eru sérlega viðkvæmir fyrir breytingum á næringarbúskap?