Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 92. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 99  —  92. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008.

Flm.: Kristinn H. Gunnarsson.



1. gr.

    Við 3. mgr. 84. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þegar úrskurður um aðgerðir á grundvelli 81. gr. og a-, b- eða c-liðar 82. gr. er kveðinn upp skal dómari skipa þolendum aðgerðanna réttargæslumann.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að þolanda þeirra aðgerða sem beitt er í þágu rannsóknar sakamáls og taldar eru upp í 81. gr. og a-, b- og c-lið 82. gr. laganna verði skipaður réttargæslumaður. Þar er um að ræða símhlerun, hlustun, kvikmyndun eða ljósmyndun og notkun eftirfararbúnaðar. Þessar aðgerðir eiga það sameiginlegt að þeim er beint að aðila sem veit ekki af þeim, enda yrðu þær tilgangslausar ef svo væri. Frumvarpið hefur að geyma ákvæði, sem er nýmæli í íslenskum lögum, en sækir fyrirmynd sína til 1. mgr. 784. gr. dönsku réttarfarslaganna.