Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 97. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 104  —  97. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um stöðu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hvernig hefur inngreiðslum í sjóðinn verið háttað frá árinu 2000, sundurliðað eftir árum til og með árinu 2007, og það sem af er þessu ári, og aðgreint fyrir innstæðudeild og verðbréfadeild?
     2.      Hvert hefur verið hlutfall raunverulegra inngreiðslna og hlutfall ábyrgðaryfirlýsinga, sundurliðað eftir árum á sama hátt?
     3.      Hvernig hafa heildareignir innstæðudeildar sjóðsins staðist viðmið um að þær nemi að lágmarki 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári á hverju ári fyrir sig á ofangreindu tímabili?
     4.      Hefur ákvæðum um viðbótargreiðslur sem nemur 0,15% af meðaltali tryggðra innstæðna verið verið beitt, sundurliðað eftir árum á þessu tímabili með sama hætti?
     5.      Hefur komið til vanskila á inngreiðslum, sundurliðað á þessu tímabili, og ef svo er hverjir hafa átt í hlut?
     6.      Hverjir hafa annast fjárvörslu fyrir sjóðinn á ofangreindu tímabili og með hvaða skilmálum?
     7.      Hver hefur verið fjárfestingarstefna sjóðsins, sundurliðað á ofangreindu tímabili, og hvert hefur verið hlutfall eigna sjóðsins í innlendum ríkisskuldabréfum, erlendum ríkisskuldabréfum og erlendum hlutabréfum á hverju ári um sig?
     8.      Hefur sjóðurinn tapað fé sem ávaxtað var í erlendum hlutabréfum, sundurliðað eftir árum, og hvernig hefur slík ávöxtun þróast?
     9.      Hver var heildareign deilda sjóðsins 1. september sl. og hvaða hlutfall var hún í tilviki innstæðudeildar af öllum tryggðum innstæðum aðildarfyrirtækja sjóðsins, sbr. 3. gr. laga nr. 98/1999?
     10.      Hvaða upplýsingum öðrum en að ofan er beðið um er varða stöðu og starfsemi sjóðsins telur ráðherra rétt að koma á framfæri við Alþingi?


Skriflegt svar óskast.