Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 104. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 112  —  104. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um tæringaráhrif brennisteinsvetnis í andrúmslofti.

Frá Álfheiði Ingadóttur.



     1.      Hefur ráðherra kynnt sér niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar sem sýna mikla aukningu á loftbornu brennisteinsvetni (H 2S) í Reykjavík sem rakin er til virkjunar jarðvarma á Hellisheiði og með hvaða hætti telur ráðherra að þurfi að bregðast við þessari aukningu?
     2.      Hefur ráðherra hug á að láta kanna hvaða áhrif tæring af völdum brennisteinsvetnis hefur á viðhaldskostnað og líftíma háspennumastra, vinnuvéla o.s.frv. í nágrenni jarðvarmavirkjana á Hellisheiði og hvaða leiðir telur ráðherra færar til slíkra kannana?