Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 130. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 143  —  130. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um upplýsingar á fundi með fjármálaráðherra Breta.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Um stöðu hvaða banka var rætt á fundi ráðherra með fjármálaráðherra Breta 2. september sl.?
     2.      Hvað átti ráðherra eða aðrir í sendinefnd hans við þegar þeir fullyrtu við breska fjármálaráðherrann að Bretar þyrftu ekki að hafa áhyggjur?
     3.      Gaf ráðherra til kynna að aðkoma íslenskra stjórnvalda að bankamálum væri umfangsmeiri en hann gat fullyrt umboðs síns vegna?
     4.      Gaf ráðherra eða einhver í sendinefnd hans einhvers konar loforð eða viljayfirlýsingu án samráðs og/eða vitundar fjármálaráðherra?