Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 150. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 170  —  150. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um íslenskukennslu fyrir útlendinga.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.



     1.      Hversu margir útlendingar hafa nú í ár sótt íslenskunámskeið sem hlotið hafa styrki frá ráðuneytinu?
     2.      Liggur fyrir spá um það hvort aðsókn að þessum námskeiðum muni dragast saman með breyttu atvinnuástandi?
     3.      Verður ráðist í gerð framhaldsnámskrár fyrir námskeið umfram þær 225 stundir sem skilgreindar eru í námskrá fyrir grunnnám í íslensku fyrir útlendinga?
     4.      Hafa verið auglýstir styrkir til námsefnisgerðar í íslensku fyrir útlendinga eins og lagt var til í skýrslu verkefnisstjórnar um íslenskukennslu fyrir útlendinga að ætti að gera haustið 2008?
     5.      Hafa verið könnuð viðhorf útlendinga til kennslu og námsefnis í íslenskunámskeiðum sem hlotið hafa styrki frá ráðuneytinu?
     6.      Hafa verið haldin endurmenntunarnámskeið fyrir kennara sem hafa kennt útlendingum íslensku eins og lagt er til í skýrslu verkefnisstjórnar um íslenskukennslu fyrir útlendinga?