Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 166. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 197  —  166. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um innlent leikið sjónvarpsefni.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hversu mikið í mínútum talið hefur verið framleitt af leiknu innlendu sjónvarpsefni hjá Ríkisútvarpinu síðan rekstrarformi þess var breytt og hverjir eru titlar þeirra dagskrárliða?
     2.      Hefur verið farið eftir samningi Ríkisútvarpsins ohf. við ráðuneytið um aukið leikið efni fyrir sjónvarp á tímabilinu?
     3.      Hvaða áhrif hefur samningur Ríkisútvarpsins ohf. við leikara og tónlistarmenn frá í febrúar sl. haft á flutning leikins efni í dagskrá Ríkisútvarpsins – sjónvarps?
     4.      Er að vænta breytinga á samningi Ríkisútvarpsins ohf. og ráðuneytisins?


Skriflegt svar óskast.