Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 204. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 273  —  204. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um umhverfismat.

Frá Ármanni Kr. Ólafssyni.



     1.      Hverju munar á framkvæmd umhverfismats annars staðar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi annars vegar og hins vegar hér á landi, hvað varðar:
                  a.      lengd á heildartímaramma matsins,
                  b.      reglur um tímamörk einstakra þátta matsins meðan á matsferlinu stendur og
                  c.      viðurlög, ef tímamörk standast ekki af hálfu annars hvors eða beggja aðila?
     2.      Hvernig hafa tímamörk opinberra aðila við mat á umhverfisáhrifum staðist frá árinu 2003? Óskað er eftir sundurliðaðri töflu sem sýnir upphaf tímafrests í einstökum tilvikum, hversu langur hann var, eða er, ef ferlið er enni í gangi, og hvenær endanleg niðurstaða lá fyrir, eða mun liggja fyrir, ef matinu er ekki lokið þegar unnið er að svari við fyrirspurn þessari.
     3.      Hvaða reglur gilda um útgáfu starfsleyfa á Íslandi, annars staðar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi til fyrirtækja sem tengjast mati á umhverfisáhrifum meðan á umhverfismatsferli stendur?


Skriflegt svar óskast.