Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 175. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 296  —  175. mál.




Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og skattanefndar.



    Málinu var vísað til nefndarinnar að lokinni 2. umræðu. Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Maríönnu Jónasdóttur og Ögmund Hrafn Magnússon frá fjármálaráðuneyti og Snorra Olsen tollstjóra.
    Meiri hlutinn leggur til þá breytingu á frumvarpinu að samanlögð endurgreiðsla vörugjalds og virðisaukaskatts geti ekki verið hærri en 2.000.000 kr. fyrir hvert ökutæki.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:


     1.      Við 1. efnismgr. 1. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Samanlögð endurgreiðsla vörugjalds samkvæmt ákvæði þessu og virðisaukaskatts samkvæmt bráðabirgðaákvæði XIII í lögum um virðisaukaskatt skal ekki vera hærri en 2.000.000 kr. fyrir hvert ökutæki.
     2.      Við 1. efnismgr. 2. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Samanlögð endurgreiðsla virðisaukaskatts samkvæmt ákvæði þessu og vörugjalds samkvæmt bráðabirgðaákvæði XI í lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. skal ekki vera hærri en 2.000.000 kr. fyrir hvert ökutæki.

    Birkir J. Jónsson gerir fyrirvara við álitið.
    Grétar Mar Jónsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 9. des. 2008.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Ellert B. Schram.


Bjarni Benediktsson.



Gunnar Svavarsson.


Birkir J. Jónsson,


með fyrirvara.


Lúðvík Bergvinsson.



Rósa Guðbjartsdóttir.