Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 236. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 327  —  236. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um afstöðu ríkisstjórnarinnar til gagnflaugakerfis Bandaríkjamanna í Evrópu.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hefur ríkisstjórnin mótað þá formlegu afstöðu að styðja fyrirætlanir Bandaríkjamanna um uppsetningu gagnflaugakerfis í Evrópu?
     2.      Ef svo er, hvenær var slík samþykkt gerð í ríkisstjórn og hverju sætir að slíkt var ekki borið undir utanríkismálanefnd?
     3.      Hafði ráðherra enga fyrirvara á stuðningi fulltrúa Íslands við ályktun utanríkisráðherrafundar Nató í Brussel 2.–3. desember sl. þar sem áformum Bandaríkjastjórnar er fagnað?