Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 202. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 499  —  202. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóns Magnússonar um opinber gjöld banka, stöðugildi og launagreiðslur.

     1.      Hversu mikil opinber gjöld greiddi Landsbanki Íslands til ríkissjóðs og annarra opinberra aðila frá því að ríkið seldi hlut sinn í bankanum og þangað til lög um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., nr. 125/ 2008, tóku gildi?
     2.      Hversu mikil opinber gjöld greiddi Kaupþing banki frá því að ríkið seldi hlut sinn í Búnaðarbankanum og þangað til lög nr. 125/2008 tóku gildi?
     3.      Hversu mikil opinber gjöld greiddi Glitnir banki, áður Íslandsbanki, frá árinu 2002 og þangað til fyrrnefnd lög tóku gildi?
    Eftirfarandi yfirlit sýnir skatta og gjöld sem lögð voru á Landsbanka Íslands hf., kt. 540291-2259, Kaupþing banka hf., kt. 560882-0419 og Íslandsbanka hf., kt. 550500-3530, síðar Glitnir, við álagningu opinberra gjalda árin 2002–2008. Í fjárhæðum vegna ársins 2008 eru tveir bankar með áætlaða skattstofna og hefur ekki verið úrskurðað í málum þeirra. Ekki er um sundurliðun eftir lögaðilum að ræða þar sem skattyfirvöldum ber að gæta fyllsta trúnaðar við meðferð á upplýsingum sem unnar eru úr framtölum lögaðila sbr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Upplýsingar þessar, sem fengnar eru hjá embætti ríkisskattstjóra, byggjast á álagningarseðlum lögaðila og miðast þær við stöðu álagningar í lok október ár hvert.

Álagningarár Tekjuskattur Tryggingagjald Eignarskattar
2002 1.162.273.751 411.798.975 24.580.126
2003 1.468.566.061 484.916.375 15.398.936
2004 1.165.989.226 782.338.069 21.013.035
2005 4.047.273.725 948.879.963 -
2006 11.097.185.610 1.300.549.094 -
2007 11.337.790.256 1.552.201.843 -
2008 13.558.879.077 2.074.488.768 -

     4.      Hversu mörg stöðugildi voru í Landsbanka, Glitni og Kaupþingi árið 2002 og hver var þróunin til þess tíma að lög nr. 125/2008 tóku gildi?
    Eftirfarandi yfirlit um stöðugildi Landsbanka, Glitnis og Kaupþings (móðurfélaga) í árslok áranna 2002–2007 byggist á upplýsingum sem fengnar eru úr skýrslum Fjármálaeftirlitsins um ársreikninga fjármálafyrirtækja. Skýrslurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is, utan skýrslu fyrir árið 2006.


Ár
Glitnir/
Íslandsbanki

Landsbanki
Kaupþing/
Búnaðarbanki

Samtals
2002 779 907 886 2.572
2003 797 918 832 2.547
2004 931 1.030 922 2.883
2005 957 1.118 938 3.013
2006 1.033 1.233 1.014 3.280
2007 1.292 1.417 1.129 3.838


     5.      Hverjar voru heildarlaunagreiðslur Landsbanka, Glitnis og Kaupþings frá árinu 2002 og fram til gildistöku laga nr. 125/2008 og hvernig þróuðust þær, sundurliðað eftir árum?

    Eftirfarandi yfirlit um laun og launatengd gjöld Landsbanka, Glitnis og Kaupþings (móðurfélaga) á rekstrarárunum 2002–2007 byggist á upplýsingum sem fengnar eru úr skýrslum Fjármálaeftirlitsins um ársreikninga fjármálafyrirtækja og upplýsingum frá ársreikningaskrá embættis ríkisskattstjóra. Skýrslur Fjármálaeftirlitsins eru aðgengilegar á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is, utan skýrslna fyrir árin 2006 og 2007. Fjárhæðir eru í þúsundum króna.


Ár
Glitnir/
Íslandsbanki

Landsbanki
Kaupþing/
Búnaðarbanki

Samtals
2002 4.111.887 4.002.904 4.661.060 12.775.851
2003 4.967.945 4.990.934 5.099.000 15.057.879
2004 6.693.636 6.706.240 5.798.000 19.197.876
2005 7.198.322 9.460.384 7.682.834 24.341.540
2006 10.280.000 13.566.878 8.464.385 32.311.263
2007 15.557.333 20.320.523 11.408.101 47.285.957