Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 309. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 539  —  309. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um starfsemi vistunarmatsnefnda.

Frá Ragnheiði Ólafsdóttur.



     1.      Ber vistunarmatsnefndum heilbrigðisumdæma að hafa samskipti sín á milli til að leita lausna um vistunarúrræði umfram það sem segir í 4. gr. reglugerðar um vistunarmat vegna hjúkrunarrýma, nr. 1000/2008?
     2.      Hefur einstaklingur sem fær synjun um vistun vegna þess að önnur úrræði hafa ekki verið fullreynd, sbr. 10. gr. reglugerðarinnar, strax rétt á þeim úrræðum og ef svo er, hver er eftirfylgni með því að úrræðunum sé beitt?