Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 396. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 671  —  396. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um skimun fyrir krabbameini.

Frá Álfheiði Ingadóttur.



     1.      Hvað líður undirbúningi að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem hefjast átti í ársbyrjun 2009, sbr. yfirlýsingar fyrrverandi heilbrigðisráðherra 6. febrúar 2008 og ályktun Alþingis frá 17. mars 2007?
     2.      Hvernig var varið 20 millj. kr. fjárveitingu sem ætluð var í fjárlögum 2008 til undirbúnings slíkrar leitar?
     3.      Er fyrirhugað að skima fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli hjá þeim hópi karla sem boðaður verður til hópleitar að ristilkrabbameini?