Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 326. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 720  —  326. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Ragnheiðar Ólafsdóttur um upplýsingar seðlabankastjóra um aðgerðir breskra stjórnvalda.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur ráðherra leitað skýringa á því hvers vegna seðlabankastjóri neitar, m.a. á fundi með viðskiptanefnd, að svara því hvaða upplýsingar það eru sem hann segist búa yfir um ástæður þess að bresk stjórnvöld beittu hryðjuverkalögum gegn Landsbanka Íslands og hvaða upplýsingar þetta eru?

    Núverandi forsætisráðherra hefur ekki óskað eftir skýringum fyrrverandi seðlabankastjóra á því hvers vegna bresk stjórnvöld ákváðu að kyrrsetja eigur Landsbanka Íslands. Það er einkum í verkahring rannsóknarnefndar Alþingis að kanna orsakir bankahrunsins. Ráðstafanir Breta í þessum efnum eru einnig meðal þess sem samninganefnd um svokallað Icesave-mál mun fjalla um í viðræðum sínum við bresk stjórnvöld í þeim tilgangi að fá kyrrsetningunni aflétt.