Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 442. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 771  —  442. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um notkun lyfsins Tysabri.

Frá Ástu Möller.



     1.      Hve margir MS-sjúklingar eru taldir geta haft gagn af lyfinu Tysabri við sjúkdómi sínum? Hve margir hafa þegar hafið slíka lyfjameðferð og hve margir eru á biðlista eftir henni?
     2.      Hver er kynja-, aldurs- og landfræðileg skipting þeirra sem hafa þegar fengið lyfið og þeirra sem eru á biðlista?
     3.      Hvaða ástæður eru fyrir því að MS-sjúklingar, sem talið er að geti haft gagn af lyfinu, hafa ekki hafið meðferð?
     4.      Hvaða viðmiðanir eru lagðar til grundvallar þegar ákvörðun er tekin um hvaða sjúklingar fá lyfið Tysabri og hvernig er jafnræði tryggt í vali milli sjúklinga?
     5.      Hver er árlegur kostnaður við lyfjameðferð með Tysabri í samanburði við önnur viðurkennd lyf við MS-sjúkdómnum?