Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 389. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 802  —  389. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Þorgerðar K. Gunnarsdóttur um Lánasjóð íslenskra námsmanna.

     1.      Hversu há voru útlán Lánasjóðs íslenskra námsmanna skólaárið 2007–2008 og hversu há verða þau fyrir skólaárið 2008–2009?
    Á fjárlögum eru heildarútlán sjóðsins áætluð á viðkomandi fjárlagaári en raunútlán koma fram í ríkisreikningi ár hvert. Áætluð útlán á árinu 2009 eru að langstærstum hluta vegna skólaársins 2008–2009. Þetta skýrist af því að námslán vegna haustannar 2008 koma meira og minna til greiðslu í janúar 2009. Í einstaka tilfellum eru greidd út námslán fyrir áramót vegna styttri námsanna í námi erlendis og/eða vegna skólagjaldalána.

Lánasjóður íslenskra námsmanna 2007 2008 2009
Veitt löng lán – áætlun samkvæmt fjárlögum 9.506,0 10.871,5 14.476,0
Veitt löng lán – rauntölur samkvæmt ríkisreikningi* 8.712,3 11.061,6
* Rauntala 2008 samkvæmt upplýsingum frá LÍN. Ekki er búið að gefa út ríkisreikning.

     2.      Hver voru og eru heildarframlög til Lánasjóðsins á árunum 2007, 2008 og 2009?
    Heildarframlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna á fjárlögum 2007, 2008 og 2009 voru eftirfarandi á verðlagi hvers árs:

Fjárveitingar á fjárlögum 2007 2008 2009
Lánasjóður íslenskra námsmanna 5.244 5.938 6.985

    Undanfarin ár hefur framlag ríkissjóðs miðast við 51% af áætluðum útlánum sjóðsins, auk framlags til að standa undir rekstri og vaxtastyrk til námsmanna. Á fjárlögum 2009 var framlag úr ríkissjóði lækkað um 1.000 millj. kr. vegna aðstæðna í efnahagsmálum. Áætlaðar lántökur sjóðsins voru auknar á móti. Þannig er tímabundið gengið á eigið fé sjóðsins en útlán til námsmanna eru í samræmi við áætlanir og því ekki skert.