Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 272. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 913  —  272. mál.




Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um stuðning ríkisins við fráveitur.

     1.      Hver hefur stuðningur ríkisins við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum samkvæmt lögum nr. 53/1995 verið árlega og samtals, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
    Stuðningur ríkisins til sveitarfélaga vegna framkvæmda í fráveitumálum er samkvæmt lögum veittur og greiddur út að öllu jöfnu ári eftir að framkvæmdir eiga sér stað. Á gildistíma laganna, þ.e. frá miðju ári 1995 til 2008, hefur þessi stuðningur numið um 2.263 millj. kr. Sundurliðun fráveitustyrkja til einstakra framkvæmda við fráveitur sveitarfélaga á gildistíma laganna er að finna á meðfylgjandi yfirliti.

     2.      Hve miklu af stuðningi skv. 1. tölul. fyrirspurnarinnar var varið til jöfnunar á kostnaði einstakra sveitarfélaga skv. 2. mgr. 4. gr. laganna og til rannsókna skv. 3. mgr. 4. gr., sundurliðað eftir árum og sveitarfélögum og samtals?
     3.      Hvert var hlutfall stuðningsins af kostnaði framkvæmdar hverju sinni, sundurliðað eftir sveitarfélögum og framkvæmdum?

    Heimilt er skv. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 53/1995, um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum, að ráðstafa allt að fjórðungi styrkupphæðar á hverju ári í þeim tilgangi að jafna svo sem kostur er kostnað milli einstakra sveitarfélaga við fráveituframkvæmdir. Fráveitunefnd, sem gerir tillögur til ráðherra um stuðning til einstakra sveitarfélaga árlega á grundvelli framkvæmda næstliðins árs, hefur með hliðsjón af kostnaði á íbúa þeirra sveitarfélaga sem í hlut eiga hverju sinni eftir atvikum lagt til að heimildarákvæðið yrði nýtt til jöfnunar. Fráveitunefnd lagði til á sínum tíma að heimild fyrir beitingu jöfnunarákvæðis yrði einungis notuð vegna fráveituframkvæmda í þéttbýli. Þótt hlutfallslegur kostnaður sveitarfélaga vegna fráveituframkvæmda í dreifbýli sé verulega lægri á íbúa en í þéttbýli, þá lagði nefndin til að framkvæmdir í dreifbýli nytu eigi síður 20% styrks enda aðstaða sveitarfélaga í dreifbýli að ýmsu leyti erfiðari, svo sem vegna áætlanagerðar. Þar sem beiting jöfnunarákvæðis verður að vera innan úthlutunar styrkja á hverju ári hefur notkun jöfnunarákvæðisins verið háð því að verulegur munur væri á kostnaði á íbúa í þeim sveitarfélögum sem í hlut eiga hverju sinni. Þessi munur á kostnaði á íbúa milli sveitarfélaga, sem notið hafa stuðnings á hverju ári, hefur minnkað mjög á seinni árum þar sem stærstu sveitarfélögin hafa nú flest lokið framkvæmdum sínum. Af þeim sökum hefur fráveitunefnd ekki getað lagt til beitingu jöfnunarákvæðisins vegna framkvæmda frá og með árinu 2006, þannig að þau sveitarfélög sem hafa sótt um stuðning vegna fráveituframkvæmda frá þeim tíma hafa öll fengið sömu hlutfallslega úthlutun.
    Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu stór hluti af styrkjum vegna fráveituframkvæmda er vegna beitingar jöfnunarákvæðis laganna en í meðfylgjandi yfirliti koma fram greiðslur til hvers sveitarfélags sundurliðað niður á hvert ár. Tímans vegna hefur því miður ekki náðst að draga fram nákvæmlega hvernig stuðningur við einstök sveitarfélög skiptist niður annars vegar í almennan stuðning úthlutunar og hins vegar vegna jöfnunar. Það mun útheimta tímafrekari vinnu að ráðast í það verkefni.


Fráveitustyrkir á árunum 1996–2008.


14 - 281- 65 100 - 5912
2008 2007 2006 2005 2004 2003 2002 2001 2000 1999 1998 1997 1996 Samtals
Aðaldælahreppur 723.625 258.933 619.089 1.601.647
Akraneskaupstaður 1.162.453 1.162.453
Akureyrarkaupstaður 21.884.691 7.127.603 23.098.889 11.510.539 8.402.122 10.287.018 7.175.870 9.189.799 8.710.380 8.666.067 6.180.286 122.233.264
Árborg 9.186.264 31.851.539 34.952.624 45.730.433 33.005.842 13.597.031 4.932.248 2.984.924 176.240.905
Árneshreppur 570.638 570.638
Ásahreppur 96.657 1.611.111 103.868 86.215 1.897.851
Bárðdælahreppur 144.520 144.520
Bessastaðahreppur 4.238.620 3.393.966 2.516.366 5.482.013 2.726.735 18.357.700
Biskupstungnahreppur 104.055 104.055
Bláskógabyggð 180.000 180.000
Blönduósbær 505.258 5.582.111 5.076.854 14.527.310 4.765.301 1.655.680 1.375.982 943.322 34.431.818
Borgarbyggð 1.100.164 139.910 277.033 1.440.036 4.645.843 846.000 8.448.986
Borgarfjarðarhreppur 221.071 338.104 467.031 634.059 477.032 2.137.297
Broddaneshreppur 476.016 476.016
Bæjarhreppur 114.086 48.029 76.159 820.771 1.059.045
Djúpavogshreppur 150.000 150.000
Eskifjarðarkaupstaður 1.545.504 1.545.504
Eyja- og Miklaholtshreppur 670.442 670.442
Fáskrúðsfjarðarhreppur 1.519.375 144.562 1.663.937
Fellahreppur 1.338.599 423.742 439.180 297.504 2.499.025
Fljótsdalshreppur 4.632.147 485.629 307.045 619.489 161.678 269.893 6.475.881
Garðabær 3.256.982 16.879.806 9.614.169 409.439 30.160.396
Gaulverjabæjarhreppur 118.850 194.243 313.093
Grímsnes- og Grafningshreppur 9.850.954 360.498 81.440 1.301.251 11.594.143
Grýtubakkahreppur 34.484 34.484 84.447 144.092 86.720 1.190.313 762.837 2.337.377
Hafnarfjarðarkaupstaður 123.215.153 97.374.913 81.477.048 1.256.664 2.013.326 2.377.386 14.747.514 5.060.716 1.812.345 329.335.065
Helgafellssveit 335.613 335.613
Hofshreppur 547.381 547.381
Hornafjörður 898.661 1.944.510 4.276.308 1.737.368 8.856.847
Hraungerðishreppur 358.805 358.805
Hríseyjarhreppur 131.288 131.288
Hrunamannahreppur 292.087 3.226.147 3.518.234
Húnaþing vestra 76.112 76.112
Húsavíkurbær 3.869.744 3.869.744
Hvalfjarðarstrandarhreppur 96.519 46.319 142.838
Hveragerðisbær 7.141.825 6.185.660 17.283.577 29.736.973 12.064.214 7.864.730 2.623.234 8.783.998 91.684.211
Hörgárbyggð 1.361.826 1.361.826


2008 2007 2006 2005 2004 2003 2002 2001 2000 1999 1998 1997 1996 Samtals
Kaldrananeshreppur 617.019 617.019
Kelduneshreppur 508.205 503.727 1.011.932
Kirkjubólshreppur 480.019 123.047 603.066
Kjalarneshreppur 576.418 576.418
Kolbeinsstaðahreppur 702.745 702.745
Kópavogsbær 25.435.800 8.301.137 17.869.334 8.986.715 10.040.075 22.129.723 10.522.890 4.357.635 2.186.585 345.000 110.174.894
Vestur-Landeyjahreppur 461.407 461.407
Norður-Hérað 1.155.293 891.628 722.185 99.222 2.868.328
Austur- Hérað 532.857 863.381 519.319 817.322 239.570 2.972.449
Mjóafjarðarhreppur 1.508.098 1.508.098
Mosfellsbær 11.796.556 6.959.277 12.289.447 4.478.763 4.765.636 2.359.830 42.649.509
Mýrdalshreppur 714.437 714.437
Neskaupstaður 134.200 134.200
Rangárvallahreppur 1.517.169 103.422 780.000 805.801 1.389.615 4.596.007
Rangárþing eystra 2.297.950 5.490.370 3.837.501 11.625.821
Rangárþing ytra 1.339.500 1.510.500 1.060.611 1.657.695 2.052.185 7.620.491
Reykhólahreppur 633.666 633.666
Reykjanesbær 459.051 11.586.156 18.002.823 8.067.412 9.942.249 48.057.691
Reykjavíkurborg 14.418.059 10.418.222 77.078.569 94.942.326 122.678.915 160.197.221 200.123.478 56.846.704 28.386.405 60.442.731 125.102.617 48.720.700 59.178.500 1.058.534.447
Sandgerðisbær 2.550.002 2.550.002
Seltjarnarneskaupstaður 14.533 443.804 789.805 702.071 1.950.213
Seyðisfjarðarkaupstaður 2.485.248 4.885.673 3.954.029 6.830.790 18.155.740
Siglufjarðarkaupstaður 5.292.367 5.292.367
Skagabyggð 295.632 76.810 9.952 119.032 658.891 16.806 1.177.123
Skriðdalshreppur 674.357 674.357
Staðarhólshreppur 208.936 208.936
Sveinsstaðahreppur 659.241 659.241
Skeggjastaðahreppur 398.628 398.628
Skriðuhreppur 33.539 990.160 1.023.699
Svalbarðs-
strandarhreppur
282.436 318.517 374.200 975.153
Ytri-Torfustaðahreppur 32.656 229.809 262.465
Tunguhreppur 297.664 75.799 373.463
Vestmannaeyjabær 6.043.341 3.868.973 6.443.721 6.095.914 13.556.335 2.700.407 2.191.214 40.899.905
Vopnafjarðarhreppur 1.088.110 5.196.552 3.833.582 10.118.244
Þingeyjarsveit 753.800 449.446 1.104.341 799.008 144.583 3.251.178
Þorkelshólshreppur 19.399 27.052 227.381 273.832
Þórshafnarhreppur 988.845 988.845
Þverárhlíðarhreppur 130.309 130.309
Öxnadalshreppur 281.444 281.444
Ölfushreppur 10.536.162 645.170 11.181.332
Samtals 237.420.072 173.997.106 237.804.054 211.415.355 250.316.498 252.936.754 259.203.224 118.070.753 102.642.764 108.403.892 162.884.236 75.914.092 72.554.258 2.263.563.058