Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 448. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 927  —  448. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um hækkun á eigin fé fjármálafyrirtækja.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvað er talið að eigið fé fjármálafyrirtækja hafi samtals hækkað mikið með lögum nr. 38/2008 sem felldu niður tekjuskattsskuldbindingu fyrirtækjanna vegna söluhagnaðar af hlutabréfum sem hafði verið frestað? Svar óskast sundurliðað eftir viðskiptabönkum, fjárfestingarbönkum, sparisjóðum og öðrum fjármálafyrirtækjum.

    Ekki liggja fyrir hjá ráðuneytinu eða skattyfirvöldum upplýsingar sem gera kleift að svara fyrirspurn þessari. Til þess að svara henni þyrfti að greina ársreikninga félaganna fyrir árið 2008 og sömuleiðis skattframtöl félaganna fyrir það ár en þau liggja ekki fyrir fyrr en síðar á þessu ári.