Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 474. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Prentað upp.

Þskj. 950  —  474. mál.
Leiðrétting.




Tillaga til þingsályktunar



um undirbúning að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar.

Flm.: Arnbjörg Sveinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen,


Ásta Möller, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Björk Guðjónsdóttir,
Björn Bjarnason, Dögg Pálsdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Guðfinna S. Bjarnadóttir,
Guðlaugur Þór Þórðarson, Herdís Þórðardóttir, Illugi Gunnarsson, Jón Gunnarsson,
Jón Magnússon, Kjartan Ólafsson, Kristinn H. Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson,
Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Sturla Böðvarsson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Alþingi ályktar að kjósa hlutfallskosningu 25 manna nefnd sem hafi það verkefni að leggja fyrir Alþingi tillögu að endurskoðaðri stjórnarskrá í tæka tíð fyrir 17. júní 2011 svo að álykta megi um hana á hátíðarfundi Alþingis í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar.

Greinargerð.


    Tillaga þessi er flutt til að koma til móts við þau sjónarmið að nauðsynlegt sé að endurskoða stjórnarskrána og leitað sé í umboði Alþingis eftir ráðgjöf frá mönnum utan þings án þess að Alþingi afsali sér valdi til að breyta stjórnarskránni.
    Flutningsmenn tillögunnar telja að með samþykkt hennar sé lagður grunnur að vandaðri endurskoðun stjórnarskrárinnar í þeim anda sem til umræðu hefur verið hér undanfarna mánuði.
    Tillagan tekur mið af aðferðum sem beitt hefur verið við endurskoðun stjórnarskráa í nágrannalöndum, þar á meðal í Svíþjóð, og vekja flutningsmenn sérstaka athygli á fordæmi Svía í þessu máli og hvernig hefur verið staðið að undirbúningi að endurskoðun sænsku stjórnarskrárinnar og að því að virkja sem flesta til þátttöku í því starfi.
    Flutningsmenn telja að í störfum ráðgjafarnefndarinnar beri að líta til fordæmis hjá íbúaþingum á vegum sveitarfélaga og að beitt verði svipuðum aðferðum og þar hefur verið gert til að virkja almenning til þátttöku.