Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 43. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 118  —  43. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur um ríkisstofnanir.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hverjar eru ríkisstofnanir og hver er skipting þeirra eftir ráðuneytum?
     2.      Hver er fjöldi starfsmanna eða stöðugilda í hverri framangreindra stofnana?


    Hafa verður þann fyrirvara á að ekki er alltaf auðvelt að skilgreina hvaða aðilar teljast til ríkisstofnana. Almenna skilgreiningu á stofnun er hvergi að finna í lögum. Í flestum tilfellum er þó tekið fram í sérlögum að aðili sé ríkisstofnun.
    Fjárlög og ríkisreikningur veita vísbendingar um ríkisstofnanir. Lög nr. 88/1987, um fjárreiður ríkisins, taka til allra ríkisaðila. Samkvæmt 2. gr. laganna eru ríkisaðilar „þeir sem fara með ríkisvald og þær stofnanir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins“. Þótt fjárreiðulögin skilgreini ríkisaðila veitir það takmarkaða leiðsögn því að í 2. gr. er greinilega gert ráð fyrir því að ekki séu allir ríkisaðilar stofnanir. Í fjárlögum eru sjálfseignarstofnanir og einnig fjárlagaliðir sem óljóst er hvort telja skuli fjárlagalið verkefnis, ríkisaðila (sem ekki er stofnun) eða stofnunar. Einnig má nefna að einkaaðilar, t.d. fyrirtæki og sjálfseignarstofnanir, fara í sumum tilfellum með ríkisvald.
    Einnig má líta til forstöðumannalista sem gefinn er út af fjármálaráðuneytinu á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hann veitir vísbendingar um fjölda ríkisstofnana en þar sem lögin hafa ekki að geyma nákvæma skilgreiningu á því hverjir teljast forstöðumenn er skilgreiningarvandinn varðandi forstöðumenn og stofnanir hliðstæður. Skilgreiningarvandinn er þríþættur:
          Að skilgreina hvaða einkenni opinberir aðilar þurfa að uppfylla til að teljast stofnun.
          Að afmarka opinbera aðila frá fyrirtækjum, stofnunum og félögum einstaklinga.
          Að afmarka undir hvaða þátt ríkisins aðilinn heyrir.
    Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 106/2004, um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta, skal fjármálaráðuneytið í samráði við hlutaðeigandi ráðuneyti gera lista yfir þær stofnanir sem reglugerðin tekur til. Á listanum eru fjárlagaliðir í A-hluta flokkaðir eftir því hvernig ábyrgð á fjárreiðum er fyrir komið. Listanum er skipt í fimm hluta og eru ríkisstofnanir í fyrsta hluta listans. Til að svara 1. lið fyrirspurnarinnar um hverjar eru ríkisstofnanir og skiptingu þeirra eftir ráðuneytum er notast við framangreindan lista.
    Eftirfarandi tafla sýnir þær ríkisstofnanir sem reglugerð nr. 106/2004 tekur til, skiptingu þeirra eftir ráðuneytum og fjölda starfsmanna/stöðugilda í hverri stofnun:

Æðsta yfirstjórn Fjöldi kt. Stöðugildi
00-101 Embætti forseta Íslands 13 8
00-201 Alþingi 220 190
00-207 Rannsókn á falli íslensku bankanna á árinu 2008 11 7
00-301 Ríkisstjórn 39 48
00-401 Hæstiréttur 9 9
00-610 Umboðsmaður Alþingis 15 10
00-620 Ríkisendurskoðun 50 46
Samtals æðsta yfirstjórn 357 319
Forsætisráðuneyti Fjöldi kt. Stöðugildi
01-101 Forsætisráðuneyti, aðalskrifstofa 84 48
01-241 Umboðsmaður barna 5 3
01-251 Þjóðmenningarhúsið 15 7
01-255 Gljúfrasteinn – Hús skáldsins 10 3
01-271 Ríkislögmaður 6 6
01-401 Hagstofa Íslands 159 79
Seðlabanki Íslands 131 130
Samtals forsætisráðuneyti 410 275
Menntamálaráðuneyti Fjöldi kt. Stöðugildi
02-101 Menntamálaráðuneyti, aðalskrifstofa 151 95
02-201 Háskóli Íslands 2.168 1.316
02-202 Tilraunastöð Háskólans að Keldum 59 50
02-209 Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 59 41
02-210 Háskólinn á Akureyri 320 198
02-216 Landbúnaðarháskóli Íslands 148 118
02-217 Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 65 58
02-223 Námsmatsstofnun 19 18
02-231 Rannsóknarmiðstöð Íslands 19 17
02-301 Menntaskólinn í Reykjavík 96 72
02-302 Menntaskólinn á Akureyri 85 73
02-303 Menntaskólinn á Laugarvatni 28 18
02-304 Menntaskólinn við Hamrahlíð 133 103
02-305 Menntaskólinn við Sund 68 61
02-306 Menntaskólinn á Ísafirði 48 34
02-307 Menntaskólinn á Egilsstöðum 50 44
02-308 Menntaskólinn í Kópavogi 135 109
02-309 Kvennaskólinn í Reykjavík 61 52
02-350 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 147 129
02-351 Fjölbrautaskólinn Ármúla 155 105
02-352 Flensborgarskóli 101 82
02-353 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 94 84
02-354 Fjölbrautaskóli Vesturlands 86 70
02-355 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 40 30
02-356 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 62 46
02-357 Fjölbrautaskóli Suðurlands 122 95
02-358 Verkmenntaskóli Austurlands 44 28
02-359 Verkmenntaskólinn á Akureyri 200 127
02-360 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 72 61
02-361 Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu 23 18
02-362 Framhaldsskólinn á Húsavík 28 19
02-363 Framhaldsskólinn á Laugum 28 21
02-365 Borgarholtsskóli 138 114
02-367 Fjölbrautaskóli Snæfellinga 29 23
02-370 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 1 1
02-430 Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra 29 19
02-516 Iðnskólinn í Hafnarfirði 69 65
02-725 Námsgagnastofnun 32 24
02-872 Lánasjóður íslenskra námsmanna 44 27
02-901 Fornleifavernd ríkisins 11 10
02-902 Þjóðminjasafn Íslands 52 36
02-903 Þjóðskjalasafn Íslands 44 35
02-905 Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn 98 81
02-906 Listasafn Einars Jónssonar 6 1
02-907 Listasafn Íslands 25 16
02-908 Kvikmyndasafn Íslands 6 6
02-909 Blindrabókasafn Íslands 14 12
02-911 Náttúruminjasafn Íslands 1 1
02-972 Íslenski dansflokkurinn 22 17
02-973 Þjóðleikhús 230 106
02-974 Sinfóníuhljómsveit Íslands 121 101
02-979 Húsafriðunarnefnd 10 4
02-981 Kvikmyndamiðstöð Íslands 7 6
Samtals menntamálaráðuneyti 5.903 4.094
Utanríkisráðuneyti Fjöldi kt. Stöðugildi
03-101 Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa 214 205
03-214 Varnarmálastofnun 59 56
03-390 Þróunarsamvinnustofnun Íslands 14 13
Samtals utanríkisráðuneyti 287 274
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti Fjöldi kt. Stöðugildi
04-101 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa 75 43
04-215 Fiskistofa 89 80
04-217 Verðlagsstofa skiptaverðs 3 3
04-234 Matvælastofnun 114 68
04-331 Héraðs- og Austurlandsskógar 6 5
04-332 Suðurlandsskógar 11 7
04-334 Vesturlandsskógar 6 3
04-335 Skjólskógar á Vestfjörðum 6 3
04-336 Norðurlandsskógar 7 4
04-401 Hafrannsóknastofnunin 163 150
04-405 Veiðimálastofnun 20 18
04-423 Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna 9 9
04-487 Hagþjónusta landbúnaðarins 3 3
Samtals sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti 512 394
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti Fjöldi kt. Stöðugildi
06-101 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti, aðalskrifstofa 65 36
06-106 Þjóðskrá 36 35
06-201 Hæstiréttur 11 10
06-210 Héraðsdómstólar (margir forstöðumenn) 112 85
06-251 Persónuvernd 13 5
06-301 Ríkissaksóknari 15 14
06-303 Ríkislögreglustjóri 123 116
06-305 Lögregluskóli ríkisins 45 26
06-309 Sérstakur saksóknari samkvæmt lögum nr. 135/2008 5 5
06-310 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 426 392
06-312 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og sýslumaðurinn
á Keflavíkurflugvelli
101 96
06-395 Landhelgisgæsla Íslands 157 147
06-398 Útlendingastofnun 23 22
06-411 Sýslumaðurinn í Reykjavík 54 51
06-412 Sýslumaðurinn á Akranesi 28 20
06-413 Sýslumaðurinn í Borgarnesi 20 17
06-414 Sýslumaður Snæfellinga 29 20
06-415 Sýslumaðurinn í Búðardal 4 3
06-416 Sýslumaðurinn á Patreksfirði 6 5
06-417 Sýslumaðurinn í Bolungarvík 8 5
06-418 Sýslumaðurinn á Ísafirði 47 36
06-419 Sýslumaðurinn á Hólmavík 5 4
06-420 Sýslumaðurinn á Blönduósi 30 27
06-421 Sýslumaðurinn á Sauðárkróki 20 17
06-422 Sýslumaðurinn á Siglufirði 8 7
06-424 Sýslumaðurinn á Akureyri 70 59
06-425 Sýslumaðurinn á Húsavík 23 19
06-426 Sýslumaðurinn á Seyðisfirði 31 17
06-428 Sýslumaðurinn á Eskifirði 42 26
06-429 Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði 7 5
06-430 Sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal 6 5
06-431 Sýslumaðurinn á Hvolsvelli 21 15
06-432 Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 25 21
06-433 Sýslumaðurinn á Selfossi 57 48
06-434 Sýslumaðurinn í Reykjanesbæ 25 22
06-436 Sýslumaðurinn í Hafnarfirði 32 28
06-437 Sýslumaðurinn í Kópavogi 30 25
06-501 Fangelsismálastofnun ríkisins 118 112
06-701 Þjóðkirkjan 168 169
Samtals dómsmálaráðuneyti 2.046 1.774
Félags- og tryggingamálaráðuneyti Fjöldi kt. Stöðugildi
07-101 Félags- og tryggingamálaráðuneyti, aðalskrifstofa 128 55
07-302 Ríkissáttasemjari 2 2
07-313 Jafnréttisstofa 8 8
07-331 Vinnueftirlit ríkisins 87 71
07-400 Barnaverndarstofa 51 46
07-701 Málefni fatlaðra, Reykjavík 647 415
07-702 Málefni fatlaðra, Reykjanesi 476 316
07-703 Málefni fatlaðra, Vesturlandi 93 58
07-704 Málefni fatlaðra, Vestfjörðum 70 36
07-707 Málefni fatlaðra, Austurlandi 56 39
07-708 Málefni fatlaðra, Suðurlandi 99 68
07-750 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins 61 53
07-755 Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda
og sjónskerta
23 21
07-821 Tryggingastofnun ríkisins 135 111
07-980 Vinnumálastofnun 190 133
47-201 Íbúðalánasjóður 73 65
Samtals félags- og tryggingamálaráðuneyti 2.199 1.496
Heilbrigðisráðuneyti Fjöldi kt. Stöðugildi
08-101 Heilbrigðisráðuneyti, aðalskrifstofa 79 56
08-202 Umsýsla sjúkratrygginga 110 95
08-301 Landlæknir 40 30
08-305 Lýðheilsustöð 24 21
08-324 Heyrnar- og talmeinastöð Íslands 20 16
08-327 Geislavarnir ríkisins 9 8
08-358 Sjúkrahúsið á Akureyri 609 464
08-373 Landspítali 5.141 4.003
08-386 Vistun ósakhæfra afbrotamanna 37 32
08-397 Lyfjastofnun 53 40
08-506 Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu 603 471
08-522 Heilsugæslustöðin Borgarnesi 25 13
08-524 Heilsugæslustöðin Ólafsvík 13 7
08-525 Heilsugæslustöðin Grundarfirði 11 7
08-526 Heilsugæslustöðin Búðardal 13 5
08-552 Heilsugæslustöðin Dalvík 23 11
08-711 Heilbrigðisstofnunin Akranesi 223 165
08-715 St. Fransiskusspítali, Stykkishólmi 74 55
08-721 Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði 40 29
08-726 Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ 162 125
08-735 Heilbrigðisstofnunin Hólmavík 32 21
08-741 Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga 57 37
08-745 Heilbrigðisstofnunin Blönduósi 71 54
08-751 Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki 139 109
08-755 Heilbrigðisstofnunin Siglufirði 69 50
08-761 Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 151 101
08-777 Heilbrigðisstofnun Austurlands 345 250
08-781 Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum 103 72
08-787 Heilbrigðisstofnun Suðurlands 345 240
08-791 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 304 216
08-795 St. Jósefsspítali, Sólvangur 259 182
Samtals heilbrigðisráðuneyti 9.184 6.985
Fjármálaráðuneyti Fjöldi kt. Stöðugildi
09-101 Fjármálaráðuneyti, aðalskrifstofa 149 90
09-103 Fjársýsla ríkisins 72 69
09-201 Ríkisskattstjóri 96 92
09-202 Skattstofan í Reykjavík 65 60
09-203 Skattstofa Vesturlands 15 13
09-204 Skattstofa Vestfjarða 7 7
09-205 Skattstofa Norðurlands vestra 7 6
09-206 Skattstofa Norðurlands eystra 22 20
09-207 Skattstofa Austurlands 11 10
09-208 Skattstofa Suðurlands 16 15
09-209 Skattstofa Vestmannaeyja 4 4
09-211 Skattstofa Reykjaness 48 45
09-214 Yfirskattanefnd 15 10
09-215 Skattrannsóknarstjóri ríkisins 22 22
09-262 Tollstjórinn í Reykjavík 232 227
09-402 Fasteignamat ríkisins 61 55
09-901 Framkvæmdasýsla ríkisins 22 21
09-905 Ríkiskaup 26 22
09-984 Fasteignir ríkissjóðs 12 10
29-101 ÁTVR 364 222
Samtals fjármálaráðuneyti 1.266 1.020
Samgönguráðuneyti Fjöldi kt. Stöðugildi
10-101 Samgönguráðuneyti, aðalskrifstofa 78 38
10-211 Rekstur Vegagerðarinnar 345 313
10-251 Umferðarstofa 66 54
10-281 Rannsóknanefnd umferðarslysa 9 2
10-335 Siglingastofnun Íslands 124 78
10-381 Rannsóknanefnd sjóslysa 7 2
10-471 Flugmálastjórn Íslands 40 31
10-512 Póst- og fjarskiptastofnun 25 24
Samtals samgönguráðuneyti 694 543
Iðnaðarráðuneyti Fjöldi kt. Stöðugildi
11-101 Iðnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa 23 20
11-205 Nýsköpunarmiðstöð Íslands 96 89
11-301 Orkustofnun 41 34
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins 5 5
31-301 Íslenskar orkurannsóknir 123 84
Byggðastofnun 20 20
Samtals samgönguráðuneyti 308 252
Viðskiptaráðuneyti Fjöldi kt. Stöðugildi
12-101 Viðskiptaráðuneyti, aðalskrifstofa 38 20
12-402 Fjármálaeftirlitið 77 63
12-411 Samkeppniseftirlitið 27 21
12-421 Neytendastofa 27 23
12-425 Talsmaður neytenda 1 1
12-431 Einkaleyfastofa 28 27
Samtals viðskiptaráðuneyti 198 155
Umhverfisráðuneyti Fjöldi kt. Stöðugildi
14-101 Umhverfisráðuneyti, aðalskrifstofa 54 39
14-211 Umhverfisstofnun 68 65
14-212 Vatnajökulsþjóðgarður 10 9
14-231 Landgræðsla ríkisins 58 55
14-241 Skógrækt ríkisins 52 44
14-243 Hekluskógar 4 1
14-287 Úrvinnslusjóður 10 5
14-301 Skipulagsstofnun 21 21
14-310 Landmælingar Íslands 28 25
14-321 Brunamálastofnun ríkisins 11 11
14-401 Náttúrufræðistofnun Íslands 54 47
14-407 Stofnun Vilhjálms Stefánssonar 4 3
14-412 Veðurstofa Íslands 277 139
Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála 4 4
Samtals samgönguráðuneyti 655 466
Samtals 24.019 18.046