Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 98. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 124  —  98. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um skýrslu Seðlabankans um stöðu heimilanna.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hvernig var komist að þeirri niðurstöðu að 40% af ráðstöfunartekjum heimilis sé viðráðanleg greiðslubyrði af föstum afborgunum lána?
     2.      Er til opinber framfærslugrunnur fyrir íslensk heimili?
     3.      Er tekið tillit til frystingar og frestunar á afborgunum við útreikning á greiðslubyrði heimilanna af föstum afborgunum lána?
     4.      Hvernig er skuldastaða íslenskra heimila miðað við heimili í öðrum löndum?
     5.      Hvernig hefur skuldastaða íslenskra heimila þróast frá árinu 2000?


Skriflegt svar óskast.