Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 101. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 172  —  101. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur um hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvert er hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið og hve lengi hafa þeir gegnt embætti?

    Alls gegna 19 manns embættum forstjóra/forstöðumanna hjá stofnunum á ábyrgðarsviði fjármálaráðuneytisins. Af þeim eru 16 karlar og 3 konur:
    Forstjóri ÁTVR – karl. Skipaður í september 2005.
    Forstjóri Fasteignaskrár Íslands – karl. Skipaður í apríl 2001.
    Forstöðumaður Fasteigna ríkissjóðs – karl. Skipaður í júlí 1997.
    Fjársýslustjóri – karl. Skipaður í janúar 1995.
    Forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins – karl. Skipaður í september 1999.
    Forstjóri Ríkiskaupa – karl. Skipaður í nóvember 1993.
    Ríkisskattstjóri – karl. Skipaður í janúar 2007.
    Skattrannsóknarstjóri – kona. Skipuð í janúar 2007.
    Skattstjóri á Skattstofu Austurlands – karl. Skipaður í júní 1989.
    Skattstjóri á Skattstofu Norðurlands eystra – karl. Skipaður í febrúar 1997.
    Skattstjóri á Skattstofu Norðurlands vestra – kona. Skipuð í desember 2007.
    Skattstjóri á Skattstofu Reykjanesumdæmis – karl. Skipaður í júlí 1986.
    Skattstjóri á Skattstofu Suðurlands – karl. Skipaður í apríl 2008.
    Skattstjóri á Skattstofu Vestfjarða – kona. Skipuð í maí 2008.
    Skattstjóri á Skattstofu Vestmannaeyja – karl. Skipaður í júní 1978.
    Skattstjóri á Skattstofu Vesturlands – karl. Skipaður í júní 1986.
    Skattstjóri á Skattstofu Reykjavíkur – karl. Skipaður í ágúst 1978.
    Tollstjóri – karl. Skipaður í október 1997.
    Formaður yfirskattanefndar – karl. Skipaður í júlí 1992.