Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 107. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 177  —  107. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur um hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvert er hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið og hve lengi hafa þeir gegnt embætti?

    Stofnanir sem heyra undir iðnaðarráðuneyti, forstjórar/forstöðumenn og ráðning/skipun þeirra eru sem hér segir:
    Nýsköpunarmiðstöð Íslands, forstjóri – karl. Skipaður 1. ágúst 2007.
    Orkustofnun, orkumálastjóri – karl. Skipaður 1. janúar 2008.
    Byggðastofnun, forstjóri – karl. Skipaður 1. janúar 2003.
    Ferðamálastofa, ferðamálastjóri – kona. Skipuð 1. janúar 2008.
    Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, framkvæmdastjóri – karl. Ráðinn 1. september 2006.
    ÍSOR, forstjóri – karl. Ráðinn 1. júní 2003.
    Hlutfall karla sem gegna stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið er 83% og kvenna 17%.