Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 111. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 178  —  111. mál.




Svar



sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur um hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvert er hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið og hve lengi hafa þeir gegnt embætti?

    Hlutfall karla og kvenna í stöðum forstjóra/forstöðumanna stofnana sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, sem og upplýsingar um starfstíma þeirra, má sjá í eftirfarandi töflu:

Stofnun (ráðning/skipun) Kona Karl Starfstími
Fiskistofa - x 1990
Hafrannsóknastofnunin - x 1998
Verðlagsstofa skiptaverðs x - 2008
Matvælastofnun - x 2008
Hagþjónusta landbúnaðarins - x 1997
Veiðimálastofnun - x 1997
Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna - x 1978
Matís ohf. x - 2007

    Kynjahlutföllin eru því þannig að konur skipa 25% af stöðum forstöðumanna/forstjóra í stofnunum sem heyra undir ráðuneytið og karlar 75%.