Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 81. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 195  —  81. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar um opinber störf frá 1999.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hve mörg opinber störf hafa frá 1999:
     a.      orðið til utan höfuðborgarsvæðisins,
     b.      orðið til á höfuðborgarsvæðinu,
     c.      tapast utan höfuðborgarsvæðisins,
     d.      tapast á höfuðborgarsvæðinu?


    Hafa verður þann fyrirvara á að ekki er alltaf auðvelt að skilgreina hvað eru opinber störf. Hér er aðeins gerður samanburður á þróun á fjölda ríkisstarfsmanna milli áranna 2002 til ársins 2008 þar sem ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um starfsmannafjölda sveitarfélaganna. Er þessi breyting gerð í samráði við fyrirspyrjanda. Eins eru hér ekki upplýsingar um þau verkefni ríkisins sem unnin eru í verktöku eða samkvæmt þjónustusamningum, t.d. vegna þjónustu við aldraða og fatlaða og í endurhæfingarþjónustu, þar sem starfsfólkið er ráðið af viðkomandi stofnun en ekki af ríkinu. Eins eru starfsmenn fyrirtækja í eigu ríkisins ekki talin með og þar með talin opinber hlutafélög.
    Nokkrar heilbrigðisstofnanir, flestar utan höfuðborgarsvæðisins, voru með sjálfstætt launakerfi allt til ársins 2005, þegar nýtt upplýsingakerfi (Orri) var fyrst tekið í notkun. Það er ekki fyrr en á árinu 2007 að allar stofnanir ríkisins eru komnar í launakerfi ríkisins. Fram til þess tíma eru upplýsingarnar ekki að fullu sambærilegar.
    Hér er miðað við skilgreiningu Hagstofu Íslands á höfuðborgarsvæðinu sem er Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjörður, Sveitarfélagið Álftanes og Mosfellsbær. Ekki eru fyrir hendi aðgengilegar eldri upplýsingar um skiptingu starfsmanna eftir staðsetningu hjá þeim stofnunum sem eru með dreifða starfsemi og er því í þessari athugun miðað við póstfang viðkomandi stofnunar.
    Erfitt er að leggja mat á hvort störf hafi orðið til eða tapast þar sem verkefni ríkisins ákvarðast m.a. af fólksfjölda og á tímabilinu hefur orðið umtalsverð aukning á höfuðborgarsvæðinu umfram landsbyggðina. Því er hér eingöngu miðað við heildarbreytingu á stöðugildum í dagvinnu hjá ríkinu.

Mannfjöldi eftir landsvæðum 1. janúar 2002 til 2009.


Landsvæði 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009
Hlutfall höfuðborgarsvæðisins 62,2% 62,4% 62,6% 62,8% 62,5% 62,4% 62,9% 63,2%
Fjölgun – höfuðborgarsvæðið 1.691 3.616 5.943 9.125 13.618 19.644 22.950
Fjölgun – landsbyggðin 205 379 1.059 4.191 7.479 8.697 8.703




Meðalstöðugildi í dagvinnu hjá ríkinu árin 2002 til 2009.


Svæði 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008
Höfuðborgarsvæðið 13.737 14.048 14.087 14.068 14.134 13.839 13.901
Breyting frá 2002 2,3% 2,5% 2,4% 2,9% 0,7% 1,2%
Landsbyggðin 4.380 4.422 4.451 4.547 4.620 4.834 4.959
Breyting frá 2002 1,0% 1,6% 3,8% 5,5% 10,4% 13,2%
Samtals 18.117 18.470 18.538 18.616 18.754 18.673 18.860
1,9% 0,4% 0,4% 0,7% –0,4% 1,0%

    Það athugast að eftirfarandi tilflutningur hefur orðið frá ríkinu til opinberra hlutafélaga:
Ríkisútvarpið ohf. 320 2007
Rafmagnsveitur ríkisins ohf. 220 2006
Matís ohf. 75 2007
Flugstoðir ohf. 209 2007
Keflavíkurflugvöllur ohf. 284 2007
Flugmálastjórn 220
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli 64
Samtals 1.108