Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 109. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 214  —  109. mál.




Svar



félags- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur um hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:


    Hvert er hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið og hve lengi hafa þeir gegnt embætti?

    Hlutfall karla og kvenna í stöðum forstjóra/forstöðumanna stofnana sem starfa á málefnasviði félags- og tryggingamálaráðuneytis, sem og upplýsingar um starfstíma þeirra, má sjá í eftirfarandi töflu:

Stofnun (ráðning/skipun) Kona Karl

Starfstími

Barnaverndarstofa
- x 1995
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins - x 1986
Íbúðalánasjóður - x 1999
Jafnréttisstofa x - 2007
Ríkissáttasemjari - x 2008
Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra, Reykjavíkur - x 2009
Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra, Reykjaness x - 2003
Svæðisskrifstofaum málefni fatlaðra, Austurlands x - 1989
Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra, Suðurlands x - 2008
Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra, Vestfjarða x - 2008
Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra, Vesturlands - x 1990
Tryggingastofnun ríkisins x - 2008
Vinnueftirlit ríkisins - x 1981
Vinnumálastofnun - x 1997
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
x

-

2009

    Kynjahlutföllin eru því þannig að konur skipa 47% af stöðum forstöðumanna/forstjóra í stofnunum sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins og karlar 53%.