Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 103. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 222  —  103. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur um hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvert er hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið og hve lengi hafa þeir gegnt embætti?

    Undir ráðuneytið heyra 45 opinberar stofnanir og embætti. Karlmenn fara með forstöðu 35 embætta eða stofnana, eða í 78% tilvika, og konur með forstöðu 10 embætta eða stofnana, eða í 22% tilvika.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Eftirfarandi eru upplýsingar um hvenær forstöðumenn voru skipaðir í embætti.

Biskupsstofa:
    Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur gegnt embættinu frá 1. janúar 1998.
Fangelsismálastofnun ríkisins:
    Páll Egill Winkel hefur gegnt embætti forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins
    frá 1. janúar 2008.
Landhelgisgæslan:
    Georg Lárusson hefur gegnt embætti forstjóra Landhelgisgæslunnar frá 1. janúar 2005.
Lögregluskóli ríkisins:
    Arnar Guðmundsson hefur gegnt embætti skólastjóra Lögregluskóla ríkisins frá 1. júní 1993.
Persónuvernd:
    Sigrún Jóhannesdóttir hefur gegnt embætti forstjóra Persónuverndar frá 18. júlí 2000.
Ríkislögreglustjóri:
    Haraldur Johannessen hefur gegnt embættinu frá 1. febrúar 1998.
Ríkissaksóknari:
    Valtýr Sigurðsson hefur gegnt embættinu frá 1. janúar 2008.
Sérstakur saksóknari:
    Ólafur Þór Hauksson hefur gegnt embættinu frá 1. febrúar 2009.
Útlendingastofnun:
    Hildur Dungal hefur gegnt embætti forstjóra Útlendingastofnunar frá 1. febrúar 2005.
    Hún er í leyfi til 1. janúar 2010. Settur forstjóri er Rósa Dögg Flosadóttir.
Sýslumaðurinn/ lögreglustjórinn á Akranesi:
    Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur sýslumaður, hefur gegnt embættinu frá 1. febrúar 2009 og mun gegna því í fjarveru Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson var skipaður sýslumaður á Akranesi 1. júlí 1998.
Sýslumaðurinn/ lögreglustjórinn á Akureyri:
    Björn Jósef Arnviðarson hefur gegnt embættinu frá 10. apríl 1994.
Sýslumaðurinn/lögreglustjórinn á Blönduósi:
    Bjarni Stefánsson hefur gegnt embættinu frá 15. febrúar 2002.
Sýslumaðurinn/lögreglustjórinn í Borgarnesi:
    Stefán Skarphéðinsson hefur gegnt embættinu frá 1. mars 1977.
Sýslumaðurinn í Bolungarvík:
    Jónas Guðmundsson hefur gegnt embættinu frá 1. september 1990.
Sýslumaðurinn í Búðardal:
    Áslaug Þórarinsdóttir hefur gegnt embættinu frá 1. janúar 2006.
Sýslumaðurinn/ lögreglustjórinn á Eskifirði:
    Inger L. Jónsdóttir hefur gegnt embættinu frá 1. október 1980.
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði:
    Guðmundur Sophusson hefur gegnt embættinu frá 1. júlí 1992.
Sýslumaðurinn á Hólmavík:
    Lára Huld Guðjónsdóttir hefur gegnt embættinu frá 1. febrúar 2007.
Sýslumaðurinn/lögreglustjórinn á Húsavík:
    Halldór Kristinsson hefur gegnt embættinu frá 1. júlí 1973.
Sýslumaðurinn/lögreglustjórinn á Hvolsvelli:
    Kjartan Þorkelsson hefur gegnt embættinu frá 2. janúar 2002.
Sýslumaðurinn á Höfn:
    Páll Björnsson hefur gegnt embættinu frá 9. nóvember 1986.
Sýslumaðurinn/lögreglustjórinn á Ísafirði:
    Kristín Völundardóttir hefur gegnt embættinu frá 1. janúar 2007.
Sýslumaðurinn í Keflavík:
    Þórólfur Halldórsson hefur gegnt embættinu frá 15. júlí 2008.
Sýslumaðurinn í Kópavogi:
    Guðgeir Eyjólfsson hefur gegnt embættinu frá 1. júní 2008.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði:
    Úlfar Lúðvíksson hefur gegnt embættinu frá 15. júlí 2008.
Sýslumaðurinn í Reykjavík:
    Rúnar Guðjónsson hefur gegnt embættinu frá 1. janúar 1994.
Sýslumaðurinn/lögreglustjórinn á Sauðárkróki:
    Ríkarður Másson hefur gegnt embættinu frá 1. apríl 1996.
Sýslumaðurinn/lögreglustjórinn á Selfossi:
    Ólafur Helgi Kjartansson hefur gegnt embættinu frá 1. janúar 2002.
Sýslumaðurinn/lögreglustjórinn á Seyðisfirði:
    Lárus Bjarnason hefur gegnt embættinu frá 1. mars 1989.
Sýslumaðurinn á Siglufirði:
    Ásdís Ármannsdóttir hefur gegnt embættinu frá 1. febrúar 2007.
Sýslumaður/lögreglustjóri Snæfellinga:
    Ólafur K. Ólafsson hefur gegnt embættinu frá 1. júlí 1992.
Sýslumaðurinn/lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum:
    Karl Gauti Hjaltason hefur gegnt embættinu frá 1. júlí 1998.
Sýslumaðurinn/lögreglustjórinn í Vík:
    Anna Birna Þráinsdóttir hefur gegnt embættinu frá 1. janúar 2006.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu:
    Stefán Eiríksson hefur gegnt embættinu frá 15. júlí 2006.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum:
    Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur gegnt embættinu frá 1. janúar 2009.
Hæstiréttur:
    Árni Kolbeinsson hefur gegnt embætti forseta Hæstaréttar frá 1. janúar 2008.
Dómstólaráð:
    Símon Sigvaldason hefur verið formaður dómstólaráðs frá 26. maí 2006.
Héraðsdómur Reykjavíkur:
    Helgi I. Jónsson hefur gegnt embætti dómstjóra frá 1. júlí 2003.
Héraðsdómur Vesturlands:
    Benedikt Bogason hefur gegnt embætti dómstjóra frá 1. desember 2003.
Héraðsdómur Vestfjarða:
    Kristinn Halldórsson hefur gegnt embætti dómstjóra frá 1. september 2007.
Héraðsdómur Norðurlands vestra:
    Halldór Halldórsson hefur gegnt embætti dómstjóra frá 1. júlí 1998.
Héraðsdómur Norðurlands eystra:
    Ólafur Ólafsson hefur gegnt embætti dómstjóra frá 1. janúar 2008.
Héraðsdómur Austurlands:
    Halldór Björnsson hefur gegnt embætti dómstjóra frá 1. september 2008.
Héraðsdómur Suðurlands:
    Hjörtur O. Aðalsteinsson hefur gegnt embætti dómstjóra frá 1. ágúst 2006.
Héraðsdómur Reykjaness:
    Þorgeir Ingi Njálsson hefur gegnt embætti dómstjóra 1. maí 2008.